4. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 10. desember 2015:
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta:
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Samstæðureikningur, Sveitarsjóður A-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2016
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2017
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2018
Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2019
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2016-2019
A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Eignasjóður gatna o.fl.
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð
B-hluta stofnanir:
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Félagslegar íbúðir
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Gjafasjóður ÖA
Hafnasamlag Norðurlands
Norðurorka hf
Strætisvagnar Akureyrar
Öldrunarheimili Akureyrar
Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista og Gunnar Gíslason D-lista lögðu fram breytingartillögu svohljóðandi:
Við leggjum til að framkvæmdaáætlun verði breytt þannig að 100 milljónir sem áætlaðar eru til að ljúka við lóð Naustaskóla verði færðar af árinu 2017 á árið 2016 og þar með verði öllum framkvæmdum við Naustaskóla lokið á árinu 2016.
Gunnar Gíslason D-lista lagði fram breytingartillögu svohljóðandi:
Ég legg til að sú ákvörðun að hætta við áður áformaðar breytingar á Hlíð á deildunum Furu- og Víðhlíð verði dregin til baka og farið í þær framkvæmdir sem þar voru áætlaðar með mótframlagi úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Til þess að mæta þessum kostnaðarauka legg ég til að áformuðum framkvæmdum við Listasafnið verði frestað um a.m.k. eitt ár.
Bæjarráð samþykkir að vísa frumvarpinu ásamt framlögðum breytingartillögum á fundinum til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu og óskar bókað:
Þann 16. desember 2014 samþykkti ég fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2015 með því skilyrði að undirbúningur og vinna við fjárhagsáætlun ársins 2016 yrði hafin ekki seinna en í mars á þessu ári. Um það var að ég hélt full samstaða fyrir ári síðan að ekki lægju fyrir nægjanlega skýr gögn um þjónustu, gæði, fjölda stöðugilda og önnur verkefni til að geta tekið vel upplýsta ákvörðun um þessa þætti í tengslum við fjárhagsáætlunina. Þar sem ekkert af þessu gekk eftir og vinnubrögðin hafa verið þau sömu aftur, þrátt fyrir ítrekaðar óskir um annað, get ég með engu móti samþykkt þá fjárhagsáætlun sem fyrir liggur eða vísað henni til seinni umræðu í bæjarstjórn.