Bæjarráð

3457. fundur 30. apríl 2015 kl. 08:30 - 11:33 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2016-2019

Málsnúmer 2015040196Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri, Karl Guðmundsson verkefnastjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Atvinnuátaksverkefni fyrir námsmenn í samvinnu við Vinnumálastofnun sumarið 2015

Málsnúmer 2015040027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svar Vinnumálastofnunar við ósk Akureyrarbæjar um þátttöku í atvinnuátaki Vinnumálastofnunar sumarið 2015. Akureyrarbær fékk úthlutað 6 störfum en hafði sótt um að fá að ráða allt að 20 námsmenn til starfa.

3.Breytingar á húsnæði Naustaskóla vegna leikskóladeildar

Málsnúmer 2015040117Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 20. apríl 2015:

Jónína Hauksdóttir skólastjóri Naustatjarnar mætti til fundar undir þessum lið.

Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðu málsins og skólastjórar Naustaskóla og Naustatjarnar lýstu viðhorfum sínum til málsins.

Fyrir liggur áætlun um kostnað við þær breytingar sem þarf að gera frá Fasteignum Akureyrarbæjar.

Skólanefnd samþykkir erindið og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar málinu til skoðunar hjá stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar.

4.Breytingar á húsnæði í Oddeyrarskóla

Málsnúmer 2015040116Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skólanefndar dagsett 20. apríl 2015:

Erindi frá skólastjórnendum Oddeyrarskóla um minniháttar breytingar á skólahúsnæði.

Skólanefnd samþykkir erindið og vísar málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.
Bæjarráð vísar málinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.

5.Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársfundur 2015

Málsnúmer 2015040165Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2015 frá Erlu Björgu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra f.h. stjórnar SÍMEY þar sem boðað er til ársfundar miðvikudaginn 13. maí nk. kl. 15:00 í húsnæði miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4 á Akureyri.
Bæjarráð felur Ingunni Helgu Bjarnadóttur að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

Bæjarráð tilnefnir þau Ingunni Helgu Bjarnadóttur og Hlyn Má Erlingsson í stjórn SÍMEY.

6.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 264. og 265. fundar stjórnar Eyþings dagsettar 25. mars og 7. apríl 2015.

Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: https://www.eything.is/is/fundargerdir-1

7.Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016, 689. mál

Málsnúmer 2015040172Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. apríl 2015 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016, 689. mál 2015. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 7. maí 2015 á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1163.html

8.Frumvarp til laga um veiðigjöld (veiðigjald 2015-2018), 692. mál

Málsnúmer 2015040152Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 20. apríl 2015 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um veiðigjöld (veiðigjald 2015-2018), 692. mál 2015.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1166.html

9.Frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl (tímabundnar aflaheimildir), 691. mál

Málsnúmer 2015040151Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 20. apríl 2015 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl (tímabundnar aflaheimildir), 691. mál 2015.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1165.html

10.Frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál

Málsnúmer 2015040181Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. apríl 2015 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál 2015. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1085.html

11.Frumvarp til laga - vextir og verðtrygging o.fl. nr. 561

Málsnúmer 2015040197Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið.

Fundi slitið - kl. 11:33.