Málsnúmer 2015040217Vakta málsnúmer
Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 6. október sl.
2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 21. september 2016:
Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA lögðu fram og svöruðu spurningum varðandi samkomulag sem samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert við Sjúkratryggingar Íslands um meginatriði rammasamnings vegna þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila á landinu.
Að mati velferðarráðs er samkomulagið, sem felur í sér hækkun tekna (daggjalda, húsnæðisgjalda) og yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, mikilvægur áfangi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi leiðréttingu á rekstrarumhverfi ÖA og hjúkrunarheimila almennt.
Velferðarráð vísar málinu til bæjarráðs og leggur til að Akureyrarbær sæki um aðild samkvæmt samkomulaginu og gerður verði þjónustusamningur við Sjúkratryggingar Íslands.
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.