Ferðamálastefna

Málsnúmer 2014110220

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 177. fundur - 27.11.2014

María Helena Tryggvadóttir fulltrúi ferðamála hjá Akureyrarstofu og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir atvinnumálafulltrúi mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu drög að gerð ferðamálastefnu fyrir Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Maríu Helenu og Albertínu fyrir kynninguna.

Stjórn Akureyrarstofu - 179. fundur - 15.01.2015

Stjórn Akureyrarstofu þarf að tilnefna tvo fulltrúa í stýrihóp við gerð ferðamálastefnu.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Stjórn Akureyrarstofu - 180. fundur - 04.02.2015

Stjórn Akureyrarstofu þarf að tilnefna tvo menn í stýrihóp við vinnu ferðamálastefnu fyrir Akureyrarbæ.
Stjórn Akureyrarstofu tilnefnir Sigfús Arnar Karlsson og Evu Hrund Einarsdóttur í stýrihóp við vinnslu ferðamálastefnu fyrir Akureyrarbæ.

Stjórn Akureyrarstofu - 182. fundur - 26.02.2015

María Helena Tryggvadóttir verkefnisstjóri ferðamála á Akureyrarstofu kom á fundinn og greindi frá stöðunni á vinnslu ferðamálastefnu fyrir Akureyrarbæ.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Maríu Helenu fyrir kynninguna.

Stjórn Akureyrarstofu - 203. fundur - 03.02.2016

Lögð fram til kynningar fyrstu drög að nýrri ferðamálastefnu.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir verkefnisstjóri atvinnmála og María Helena Tryggvadóttir verkefnisstjóri ferðamála sátu fundinn undir þessu lið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim Maríu og Albertínu fyrir greinargóða kynningu og vísar drögunum til áframhaldandi vinnu í stýrihópi ferðamálastefnunnar. Jafnframt óskar stjórnin eftir hugmyndum og tillögum inn í markmiða- og verkefnakafla stefnunnar, frá nefndum og ráðum bæjarins og almenningi í gegnum heimasíðu bæjarins.

Umhverfisnefnd - 113. fundur - 08.03.2016

María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir verkefnastjóri atvinnumála kynntu drög að ferðamálastefnu fyrir Akureyri.
Umhverfisnefnd þakkar Maríu Helenu og Albertínu Friðbjörgu kynninguna.

Samfélags- og mannréttindaráð - 181. fundur - 10.03.2016

Lögð voru fram drög að nýrri ferðamálastefnu Akureyrar. Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá nefndum bæjarins.
Fulltrúar úr ráðinu munu senda ábendingar til framkvæmdastjóra, sem kemur þeim síðan á framfæri.

Atvinnumálanefnd - 19. fundur - 16.03.2016

Verkefnastjóri atvinnumála kynnti drög að ferðamálastefnu Akureyrarbæjar 2016-2026.
Atvinnumálanefnd lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem lögð hefur verið fram og ítrekar mikilvægi þess að vera með stefnu í þessum málaflokki og fylgja henni eftir, sem og í öðrum þeim málaflokkum sem sveitarfélagið kemur að.
Erla Björg Guðmundsdóttir B-lista vék af fundi kl. 18:00.

Skipulagsnefnd - 226. fundur - 06.04.2016

Vorið 2015 fór af stað vinna við ferðamálastefnu Akureyrar. Lögð voru fram drög að ferðamálastefnu og óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá skipulagsnefnd.
Lagt fram til kynningar. Frestað.

Velferðarráð - 1227. fundur - 06.04.2016

Lögð fyrir drög að ferðamálstefnu sem send var til velferðarráðs og beðið um ábendingar og athugasemdir.
Velferðarráð gerir ekki athugasemdir við ferðamálastefnuna en veltir fyrir sér hvort hægt hefði verið að tengja heilsutengda ferðaþjónustu inn í stefnuna.

Íþróttaráð - 189. fundur - 07.04.2016

Lögð voru fram og kynnt drög að nýrri ferðamálastefnu Akureyrarbæjar. Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá nefndum bæjarins.

María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála mætti á fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð þakkar kynninguna.

Skipulagsnefnd - 227. fundur - 13.04.2016

Vorið 2015 fór af stað vinna við ferðamálastefnu Akureyrar. Lögð eru fram drög að ferðamálastefnu og óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá skipulagsnefnd.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 6. apríl 2016.
Frestað.

Framkvæmdaráð - 327. fundur - 22.04.2016

Stjórn Akureyrarstofu hefur óskað eftir hugmyndum og tillögum inn í markmiða- og verkefnakafla stefnunnar. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir verkefnastjóri atvinnumála og María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála mættu á fundinn.
Framkvæmdaráð þakkar Albertínu og Maríu fyrir komuna á fundinn.

Skipulagsnefnd - 229. fundur - 27.04.2016

Vorið 2015 fór af stað vinna við ferðamálastefnu Akureyrar. Lögð voru fram drög að ferðamálastefnu og óskað er eftir ábendingum og athugasemdum frá skipulagsnefnd.

Á fundinn kom María Helena Tryggvadóttir verkefnisstjóri og kynnti drögin.
Skipulagsnefnd þakkar Maríu Helenu fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að taka saman athugasemdir og spurningar sem fram komu hjá fundarmönnum við drögin og koma á framfæri við Akureyrarstofu.

Stjórn Akureyrarstofu - 216. fundur - 06.10.2016

Lög fram til kynningar drög að ferðamálastefnu Akureyrar.

Stjórnarmenn eru almennt ánægðir með vinnuna og að nú hyllir undir lok hennar.
Framkvæmdastjóra falið að koma ábendingum og hugmyndum á framfæri til verkefnisstjóra. Stefnt er að því að samþykkja hana endanlega frá stjórninni í síðasta lagi í byrjun nóvember.

Stjórn Akureyrarstofu - 218. fundur - 03.11.2016

Áfram haldið vinnu við ferðamálastefnuna.

Stjórn Akureyrarstofu - 220. fundur - 01.12.2016

Ferðamálastefna Akureyrarbæjar lögð fram til lokaafgreiðslu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir stefnuna og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn. Jafnframt þakkar stjórnin þeim fjölmörgu aðilum sem lögðu hönd á plóg við gerð stefnunnar. Sérstakar þakkir eru færðar starfsmönnum bakhóps vinnunnar, þeim Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur fráfarandi verkefnisstjóra atvinnumála hjá Akureyrarkaupstað og Maríu Helenu Tryggvadóttur verkefnisstjóra ferðamála á Akureyrarstofu.

Bæjarstjórn - 3405. fundur - 20.12.2016

1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 1. desember 2016:

Ferðamálastefna Akureyrarbæjar lögð fram til lokaafgreiðslu.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir stefnuna og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn. Jafnframt þakkar stjórnin þeim fjölmörgu aðilum sem lögðu hönd á plóg við gerð stefnunnar. Sérstakar þakkir eru færðar starfsmönnum bakhóps vinnunnar, þeim Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur fráfarandi verkefnisstjóra atvinnumála hjá Akureyrarkaupstað og Maríu Helenu Tryggvadóttur verkefnisstjóra ferðamála á Akureyrarstofu.
Preben Jón Pétursson Æ-lista lagði fram breytingatillögu um að í kafla 2, 4. lið standi "Að komið verði upp samgöngumiðstöð" í staðinn fyrir "Byggð verði samgöngumiðstöð"


Tillaga Prebens Jóns var borin upp og samþykkt með 6 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Sigríðar Huldar Jónsdóttur S-lista, Dagbjartar Elínar Pálsdóttur S-lista og Matthíasar Rögnvaldssonar L-lista. Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista sat hjá við afgreiðslu.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða ferðamálastefnu Akureyrarbæjar með áorðnum breytingum með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3451. fundur - 19.03.2019

Umræða um ferðamálastefnu Akureyrar 2016-2026.

Hilda Jana Gísladóttir reifaði stefnuna og stöðu aðgerða.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn), Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Hilda Jana Gísladóttir og Eva Hrund Einarsdóttir (í þriðja sinn).