Stjórn Akureyrarstofu

216. fundur 06. október 2016 kl. 16:15 - 18:05 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Unnar Jónsson formaður
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Guðmundur Magni Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu ritaði fundargerð
Dagskrá
Guðmundur Magni Ásgeirsson Æ-lista mætti í forföllum Evu Daggar Fjölnisdóttur.

1.Ferðamálastefna

Málsnúmer 2014110220Vakta málsnúmer

Lög fram til kynningar drög að ferðamálastefnu Akureyrar.

Stjórnarmenn eru almennt ánægðir með vinnuna og að nú hyllir undir lok hennar.
Framkvæmdastjóra falið að koma ábendingum og hugmyndum á framfæri til verkefnisstjóra. Stefnt er að því að samþykkja hana endanlega frá stjórninni í síðasta lagi í byrjun nóvember.

2.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2011060107Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar greinargerð um stöðu verkefna Flugklasans AIR66.

Klasinn er formlegur samstarfsvettvangur sveitarfélaga og ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi og beitir sér fyrir að komið verði á beinu millilandaflugi til Norðurlands.
Stjórnin þakkar þær upplýsingar sem koma fram í greinargerðinni og tekur undir það markmið að klasinn beiti sér fyrir því á næstu mánuðum að verð á flugvélaeldsneyti fyrir millilandaflug verði jafnað milli alþjóðaflugvalla landsins.

3.Listasafn - endurbætur

Málsnúmer 2014010168Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað um mögulegar breytingar á rekstrarkostnaði Listasafnsins eftir að endurbótum á því verður lokið.

4.Skáldahúsin á Akureyri - samningar og rekstur 2016

Málsnúmer 2016100062Vakta málsnúmer

Rætt um stuðning ríkisins við skáldahús á Íslandi.

Brynhildur Pétursdóttir alþingismaður hefur beint fyrirspurnum til menntamálaráðherra vegna þeirrar staðreyndar að sum skáldahús á landinu njóta beins stuðings menntamálaráðuneytisins en önnur ekki. Þannig fær Skriðuklaustur 34 mkr. frá ríki skv. fjárlögum ársins 2016, Snorrastofa 36 mkr., Gljúfrasteinn 38 mkr. og Þórbergssetur 10 mkr. Samtals fá þessi 4 söfn og setur um 118 mkr. úr ríkissjóði. Á sama tíma fá skáldahúsin þrjú á Akureyri, Davíðshús, Nonnahús og Sigurhæðir engan beinan stuðning frá ríkinu.



Í svörum ráðherra er m.a. nefnt að fyrirkomulagi styrkveitinga hafi verið breytt þegar fjárlaganefnd hætti að veita beina styrki til félaga, samtaka og einstaklinga sem fluttust þá að hluta til ráðuneyta en að hluta til menningarsamninga við landshlutasamtök.

Hér á svæðinu var aðilum bent á að sækja stuðning til Menningarráðs Eyþings en um leið og verkefnið var flutt þangað voru framlög lækkuð. Einnig hefur verið vísað til menningarsamnings Akureyrarbæjar og menntamálaráðuneytisins en skáldahúsin eru ekki hluti af verkefnum hans.



Brynhildur hefur í viðbrögðum sínum fagnað því að sum skáldahús skuli fá beinan stuðning en bent á að rekstur skáldahúsanna á Akureyri sé erfiður og að ekki gangi að það sé tilviljanakennt hvernig stuðningi ráðuneytisins til slíkra verkefna á landinu sé háttað. Hún bendir á að skáldahúsin á Akureyri séu hluti af menningararfleifð þjóðarinnar og ættu því að njóta sömu stöðu og samskonar verkefni annars staðar. Þá hefur hún skorað á ráðherra að breyta þessu.
Stjórn Akureyrarstofu tekur í einu og öllu undir með Brynhildi Pétursdóttur alþingismanni og þakkar liðsinnið. Jafnframt skorar stjórnin á menntamálaráðherra að breyta stöðu skáldahúsanna á Akureyri þannig að hún verði sambærileg við þau sem nefnd eru hér að ofan. Það er ekki einkamál Akureyrarbæjar að halda á lofti minningu þjóðskáldanna Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Matthíasar Jochumssonar eða barnabókahöfundarins Jóns Sveinssonar og sjálfsagt að ríkissjóður leggi þar hönd á plóg með beinum hætti. Til samanburðar má nefna að engum kæmi til hugar að sveitarfélagið Mosfellsbær reki upp á eigin spýtur Gljúfrastein til minningar um nóbelsskáldið Halldór Laxness.

Fundi slitið - kl. 18:05.