Málsnúmer 2015080002Vakta málsnúmer
Skipulagslýsing var auglýst í Dagskránni 14. október 2015 og send til umsagnar. Lýsingin var aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.
3 umsagnir bárust:
1) Vegagerðin, dagsett 15. október 2015.
Skipulagssvæðið hefur ekki áhrif á vegi á vegaskrá og eru því engar athugasemdir gerðar.
2) Minjastofnun Íslands, dagsett 26. október 2015.
Deiliskipulagstillagan þarf að koma til umsagnar hjá Minjastofnun Íslands að undanfarinni skráningu fornleifa þar sem útlínur skráðra minja hafa verið færðar inn á skipulagsuppdrátt.
3) Skipulagsstofnun, dagsett 23. október 2015.
Engar athugasemdir eru gerðar.
4) Norðurorka, dagsett 30. október 2015.
Norðurorka bendir á að alltaf er umdeilt að leyfa byggingu stakra húsa langt frá stofnum veitna. Komi síðar til að byggð þéttist eru aðliggjandi stofnar mögulega of grannir.
Hólmgeir Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti í forföllum Jóns Þorvaldar Heiðarssonar.