Bæjarstjórn

3378. fundur 15. september 2015 kl. 16:00 - 20:31 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Bjarki Ármann Oddsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Bjarki Ármann Oddsson S-lista mætti í fjarveru Loga Más Einarssonar.

1.Undirhlíð - Miðholt, Undirhlíð 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2014020154Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 9. september 2015:
Erindi dagsett 20. febrúar 2014 og 17. febrúar 2015 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson f.h. SS Byggis óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Undirhlíð 1-3. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 8. júlí 2015 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við bókun nefndarinnar.
Tillagan er dagsett 21. ágúst 2015 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá teiknistofunni Kollgátu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Oddeyri - rammahluti aðalskipulags

Málsnúmer 2015080022Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 9. september 2015:
Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram tillögu að skipulagslýsingu á rammahluta aðalskipulags Oddeyrar. Rammaskipulag verður unnið í samræmi við stefnumótun skipulagsnefndar varðandi nýtingu og skipulag Oddeyrar neðan Glerárgötu sunnan Glerár sem bókað var í skipulagsnefnd 29. október 2014. Tillagan er unnin af Lilju Filippusdóttur landslagsarkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., dagsett 24. ágúst 2015.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Listasafnið á Akureyri - breyting á samþykkt

Málsnúmer 2015080117Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 27. ágúst 2015:
Listasafnið á Akureyri hyggst sækja um að verða viðurkennt safn skv. safnalögum. Gera þarf lítilsháttar breytingu á 12. gr. samþykktar safnsins svo þannig megi verða. Þar segir í síðustu málsgrein:
Heimilt er að selja listaverk í eigu safnsins í því skyni að kaupa önnur verk sem þykja æskilegri fyrir það. Sala er þó aðeins heimil með samþykki stjórnar Akureyrarstofu. Óheimilt er að selja eða að láta af hendi verk sem þegin hafa verið að gjöf.
Lagt er til að hún verði svona:
Heimilt er að selja listaverk í eigu safnsins í því skyni að kaupa önnur verk sem þykja æskilegri fyrir það. Sala er þó aðeins heimil með samþykki stjórnar Akureyrarstofu og í samráði við viðkomandi höfuðsafn, samanber 12. grein safnalaga nr. 141/2011. Óheimilt er að selja eða að láta af hendi verk sem þegin hafa verið að gjöf.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða breytingu með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 2015080137Vakta málsnúmer

Umræður um fjármál sveitarfélaga.

5.Starfsáætlun og stefnuumræða nefnda 2015 - velferðarráð

Málsnúmer 2015040004Vakta málsnúmer

Starfsáætlun og stefnuumræða velferðarráðs.
Sigríður Huld Jónsdóttir bæjarfulltrúi og formaður velferðarráðs gerði grein fyrir starfsáætlun ráðsins.
Almennar umræður.

6.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 28. ágúst og 4. september 2015
Atvinnumálanefnd 2. september 2015
Bæjarráð 11. september 2015
Íþróttaráð 27. ágúst og 3. september 2015
Kjarasamninganefnd 2. september 2015
Skipulagsnefnd 9. september 2015
Skólanefnd 24. ágúst 2015
Stjórn Akureyrarstofu 27. ágúst 2015
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 4. september 2015
Umhverfisnefnd 8. september 2015
Velferðarráð 2. september 2015

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 20:31.