Afrekssjóður Akureyrar - Ungmennafélag Akureyrar

Málsnúmer 2012100159

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 120. fundur - 01.11.2012

Fulltrúar ÍBA í stjórn Afrekssjóðs Akureyrar.

Íþróttaráð óskar eftir því að stjórn ÍBA tilnefni tvo fulltrúa í stjórn Afrekssjóðs Akureyrar, til viðbótar við þann fulltrúa ÍBA sem situr í stjórn sjóðsins. Í samræmi við jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar er óskað eftir því að ÍBA tilnefni tvær konur í stjórn sjóðsins þar sem fyrir eru þrír karlar.

Íþróttaráð - 123. fundur - 27.12.2012

Afhending heiðursskjala til íþróttafélaga vegna Íslandsmeistartitla á árinu 2012. Athöfn í Íþróttahöll Akureyrar.

Íþróttaráð - 141. fundur - 07.11.2013

Umræður vegna styrkveitinga árið 2013 og 2014.

Íþróttaráð - 143. fundur - 05.12.2013

Lagt fram til kynningar yfirlit um vinnu stjórnar Afrekssjóðs Akureyrar við umsóknir í sjóðinn 2013.

Íþróttaráð - 143. fundur - 05.12.2013

Á fundi stjórnar Afrekssjóðs Akureyrar þann 21. nóvember sl. var umsóknum um styrki vegna hópíþrótta kvenna vísað til afgreiðslu hjá íþróttaráði. Umsóknir frá Íþróttafélaginu Þór vegna reksturs körfuknattleiksliðs kvenna, frá Knattspyrnufélagi Akureyrar vegna reksturs blakliðs kvenna og vegna handboltaliðs kvenna hjá KA/Þór.

Íþróttaráð samþykkir styrkumsóknirnar í samræmi við umræður á fundinum og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna að reglugerð um úthlutun styrkjanna.

Íþróttaráð - 159. fundur - 20.11.2014

Samkvæmt samþykkt um Afrekssjóð Akureyrar skal íþróttaráð skipa tvo fulltrúa í stjórn og skal formaður íþróttaráðs vera formaður stjórnar Afrekssjóðs.

Fulltrúar íþróttaráðs í Afrekssjóði verða Ingibjörg Isaksen og Þórunn Sif Harðardóttir.

Íþróttaráð - 162. fundur - 15.01.2015

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um vinnu stjórnar Afrekssjóðs Akureyrar vegna viðurkenninga fyrir árið 2014 og styrkja fyrir árið 2015.

Íþróttaráð - 165. fundur - 19.03.2015

2. liður í fundargerð stjórnar Afrekssjóðs Akureyrar dagsett 9. mars 2015:
Farið yfir Samþykkt Afrekssjóðs og unnið að verklags- og vinnureglum vegna heiðursviðurkenninga og viðurkenninga vegna landsliðsmanna og Íslandsmeistara.
Stjórn Afrekssjóðs samþykkir framlagðar verklags- og vinnureglur fyrir styrkveitingar landsliðsmanna, viðurkenningar vegna Íslandsmeistara og heiðursviðurkenningar og vísar reglunum til íþróttaráðs.
Íþróttaráð samþykkir framlagðar verklags- og vinnureglur.

Íþróttaráð - 183. fundur - 07.01.2016

Tillögur stjórnar Afrekssjóðs Akureyrar vegna heiðursviðurkenninga 2015 kynntar.
Íþróttaráð samþykkir að veita heiðursviðurkenningar í samræmi við umræður á fundinum.

Íþróttaráð - 183. fundur - 07.01.2016

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að verklagi og vinnureglum við afhendingu sundkorta til afreksmanna á Akureyri.

Íþróttaráð - 184. fundur - 21.01.2016

Áfram unnið að verklagi og vinnureglum fyrir afhendingu sundkorta til afreksmanna á Akureyri.
Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Íþróttaráð - 185. fundur - 04.02.2016

Lögð fram drög að verklags- og vinnureglum fyrir afhendingu sundkorta til afreksmanna á Akureyri.

Birna Baldursdóttir L-lista vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Íþróttaráð samþykkir fyrirlögð drög að verklags- og vinnureglum vegna sundstyrks íþróttaráðs til landsliðsmanna.

Frístundaráð - 1. fundur - 17.01.2017

Tillögur stjórnar Afrekssjóðs Akureyrar vegna heiðursviðurkenninga frístundaráðs kynntar.
Frístundaráð samþykkir tillögur stjórnar Afrekssjóðs og formanni og framkvæmdarstjóra falið að afhenda viðurkenningarnar á athöfninni Íþróttamaður Akureyrar miðvikudaginn 18. janúar 2017.

Frístundaráð - 21. fundur - 11.01.2018

Deildarstjóri íþróttamála kynnti afgreiðslu stjórnar Afrekssjóðs á styrkjum vegna 2017 og tillögur vegna heiðursviðurkenninga frístundaráðs lagðar fram.
Frístundaráð staðfestir afgreiðslu stjórnar Afrekssjóðs.

Viðurkenningar verða afhentar miðvikudaginn 24. janúar nk. samhliða útnefningu á íþróttamanni og íþróttakonu Akureyrar.

Frístundaráð - 37. fundur - 05.09.2018

Stjórn Afrekssjóðs er skipuð af þremur fulltrúum ÍBA og tveimur fulltrúum frístundaráðs. Í framhaldi af skipun nýs frístundaráðs í vor þarf að skipa nýja fulltrúa frístundaráðs í stjórn Afrekssjóðs.
Frístundaráð samþykkir að skipa Hildi Betty Kristjánsdóttur og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur sem fulltrúa ráðsins í stjórn Afrekssjóðs.

Frístundaráð - 49. fundur - 06.02.2019

Lögð fram til kynningar samantekt á úthlutunum úr Afrekssjóði Akureyrarbæjar 2018.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 53. fundur - 03.04.2019

Deilarstjóri íþróttamála lagði fram endurskoðaða samþykkt fyrir Afrekssjóð Akureyrar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að vísa samþykktinni til umsagnar hjá ungmennaráði.

Frístundaráð - 55. fundur - 03.05.2019

Lögð fram og kynnt umsögn ungmennaráðs á samþykkt Afrekssjóðs sem frístundaráð óskaði eftir á fundi sínum þann 3. apríl 2019.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir Samþykkt um Afrekssjóð Akureyrarbæjar óbreytta.

Frístundaráð - 70. fundur - 08.01.2020

Deildarstjóri íþróttamála kynnti afgreiðslu stjórnar Afrekssjóðs á styrkjum vegna 2019 og tillögu vegna heiðursviðurkenningar frístundaráðs.
Frístundaráð samþykkir tillögu um heiðursviðurkenningu.

Frístundaráð - 77. fundur - 10.06.2020

Á fundi sínum 13. maí 2020 lagði Stjórn Afrekssjóðs til breytingu á 6. gr. Samþykktar Afrekssjóðs. Tillagan lögð fyrir frístundaráð til afgreiðslu.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir tillögu stjórnar Afrekssjóðs.

Frístundaráð - 85. fundur - 18.11.2020

Stjórn Afrekssjóðs er skipuð þremur fulltrúum ÍBA og tveimur fulltrúum frístundaráðs. Í framhaldi af breytingum á skipan frístundaráðs í október þarf að skipa nýjan fulltrúa frístundaráðs í stjórn Afrekssjóðs.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að skipa Evu Hrund Einarsdóttur í stjórn Afrekssjóðs í stað Berglindar Guðmundsdóttur. Eva tekur sæti formanns samkvæmt samþykkt sjóðsins.

Frístundaráð - 88. fundur - 13.01.2021

Forstöðumaður íþróttamála kynnti afgreiðslu stjórnar Afrekssjóðs á styrkjum vegna 2020 og tillögur vegna heiðursviðurkenninga frístundaráðs.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir tillögu Afrekssjóðs til heiðursviðurkenninga frístundaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 2. fundur - 24.01.2022

Tillaga að heiðursviðurkenningu lögð fram á fundinum.

Fundargerð afrekssjóðs Akureyrar dagsett 20. desember 2021 lögð fram til kynningar.


Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir tillögu að heiðursviðurkenningahafa.


Meirihluti fræðslu- og lýðheilsuráðs hefur ásamt heiðursviðurkenningu ákveðið að veita hvatningarverðlaun til aðila sem hafa með eftirtektarverðum og framúrskarandi hætti verið hvatning og fyrirmynd fyrir aðra á sviði íþrótta- eða tómstunda.

Viðar Valdimarsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.


Meirihluti fræðslu- og lýðheilsuráðs samþykkir tillögu að hvatningarverðlaunahafa. Viðar Valdimarsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 10. fundur - 22.06.2022

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram Samþykkt Afrekssjóðs Akureyrarbæjar til samþykktar með orðalagsbreytingum m.t.t. stjórnsýslubreytinga haustsins 2021.

Í samræmi við Samþykkt Afrekssjóðs Akureyrarbæjar er formaður ráðsins í stjórn Afrekssjóðs og um leið sjálfskipaður formaður stjórnar. Ráðið þarf að skipa hinn fulltrúa ráðsins í stjórn Afrekssjóðs.


Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.


Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir breytingar á Samþykkt Afrekssjóðs Akureyrarbæjar og tilnefnir Bjarneyju Sigurðardóttur sem fulltrúa ráðsins í stjórn Afrekssjóðs ásamt formanni Fræðslu- og lýðheilsuráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 23. fundur - 16.01.2023

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála fór yfir störf stjórnar Afrekssjóðs í desember 2022 og lagði fram tillögur að heiðursviðurkenningum fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir störf að félags-, íþrótta- og æskulýðsmálum.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála fór yfir störf stjórnar Afrekssjóðs í desember 2022 og lagði fram tillögur að heiðursviðurkenningum fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir störf að félags-, íþrótta- og æskulýðsmálum.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 45. fundur - 08.01.2024

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála fór yfir störf stjórnar Afrekssjóðs í desember 2023 og lagði fram tillögur að heiðursviðurkenningum fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir störf að félags-, íþrótta- og æskulýðsmálum.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir fulltrúi ungmennaráðs.