Frístundaráð

77. fundur 10. júní 2020 kl. 12:00 - 14:30 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þura Björgvinsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Breytingar á útreikningi húsaleigu íþróttamannvirkja

Málsnúmer 2020060261Vakta málsnúmer

Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri áætlana á fjársýslusviði Akureyrarbæjar kynnti breytingar á reiknuðu tímagjaldi íþróttamannvirkja út frá raunkostnaði við rekstur þeirra. Breytingin snertir reiknaðan kostnað til skóla og íþróttafélaga sem greiða raunkostnað við notkun mannvirkjanna.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

2.Samfella í skóla- og frístundastarfi barna

Málsnúmer 2019090401Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og umræðu minnisblað frá Hrafnhildi Guðjónsdóttur verkefnastjóra um næstu skref tengt verkefninu samfella í skóla- og frístundastarfi barna. Hrafnhildur Guðjónsdóttir mætti á fundinn.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir umsögn ungmennaráðs og ÍBA.

3.Aðstöðumál KFA og bogfimideildar Akurs

Málsnúmer 2019100333Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júní 2020 frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni ÍBA þar sem lögð er áhersla á að frístundaráð leiti allra leiða til að leysa í eitt skipti fyrir öll þann aðstöðuvanda sem steðjar að KFA og Bogfimideild Akurs.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA, Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA, Grétar Skúli Gunnarsson formaður KFA, Hulda B. Waage (KFA) og Þorbergur Guðmundsson (KFA) sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð ítrekar bókun sína frá fundi ráðsins þann 27. mars sl. þar sem kemur fram að Akureyrarbær hefur ekkert húsnæði til umráða. Til að leysa húsnæðisvanda KFA til bráðabirgða samþykkir ráðið að fela forstöðumanni íþróttamála að ræða við Íþróttafélagið Þór um samnýtingu á lyftingaaðstöðu í Íþróttahöllinni.

4.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 13. maí 2020 lagði Stjórn Afrekssjóðs til breytingu á 6. gr. Samþykktar Afrekssjóðs. Tillagan lögð fyrir frístundaráð til afgreiðslu.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð samþykkir tillögu stjórnar Afrekssjóðs.

5.Íþróttahreyfingin og COVID-19

Málsnúmer 2020040054Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar úthlutun fjármags frá ÍSÍ til íþróttahreyfingarinnar á Akureyri vegna COVID-19.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

6.Ungmennafélag Akureyrar - stuðningur við frjálsíþróttaviðburði

Málsnúmer 2020060206Vakta málsnúmer

Drög að samningi við UFA lögð fram til samþykktar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

7.Fimleikasamband Íslands - Fimleikahringurinn 2020

Málsnúmer 2020060127Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2020 frá Fimleikasambandi Íslands þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 100.000 og aðgangi að fimleikaaðstöðu á Akureyri vegna fimleikasýningar laugardaginn 25. júlí nk. Karlalandslið Íslands í hópfimleikum fer í 10 daga sýningarferð um landið 22.- 31. júlí og að lokinni sýningu verður boðið upp á námskeið þar sem börn og unglingar fá að vera með landsliðinu á æfingu.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að styrkja Fimleikasamband Íslands um aðstöðu en hafnar beiðni um fjárhagslegan styrk.

8.Norðurlands Jakinn - styrkbeiðni

Málsnúmer 2018030230Vakta málsnúmer

Erindi frá Magnúsi Ver Magnússyni frá félagi Kraftamanna þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna aflraunamótsins Norðurlands Jakinn sem fer fram víðsvegar um Norðurland í lok ágúst 2020.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð hafnar styrkbeiðni.

9.Lundarskóli - Rósenborg

Málsnúmer 2020060185Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað vegna afnota Lundarskóla af Rósenborg næstu tvo skólavetur.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð leggur áherslu á að við þessar tilfæringar verði þess gætt að öllu forvarna- og æskulýðsstarfi verði viðhaldið eins og hægt er og sem minnst röskun verði á þjónustu gagnvart börnum og ungmennum.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 14:02.

10.Samfélagssvið - skjalastefna og staða skjalamála

Málsnúmer 2020050248Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ný skjalastefna Akureyrarbæjar ásamt verklagsreglum og yfirliti yfir stöðu skjalamála á samfélagssviði.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

11.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir frístundaráð.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

12.Samningur Akureyrarbæjar við KFUM og KFUK 2018 - 2020

Málsnúmer 2018110044Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla og ársreikningur KFUM og KFUK fyrir árið 2019.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

13.Vinnuskóli

Málsnúmer 2019040283Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um fjölda umsókna í vinnuskólann og önnur sumarstörf ungmenna ásamt vinnufyrirkomulagi.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 14:30.