Frístundaráð

55. fundur 03. maí 2019 kl. 12:00 - 14:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður
  • Arnar Þór Jóhannesson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Tómstundir fatlaðra barna

Málsnúmer 2019040501Vakta málsnúmer

Sif Sigurðardóttir formaður Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra mætti á fundinn til að ræða um tómstundastarf fatlaðra barna og hvað verður í boði í sumar.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð tekur undir bókun í velferðaráði þann 20. mars sl. að gerð verð ítarleg þarfagreining á stöðunni svo hægt sé að mæta óskum um aukið framboð af tómstundum fyrir fötluð börn á miðstigi.

Ásrún Ýr Gestsdóttir mætti á fundinn kl. 12:35.

2.Starfshópur um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi

Málsnúmer 2019040026Vakta málsnúmer

Starfshópur um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi óskar eftir umsögn frístundaráðs um þær tillögur sem hópurinn hefur sett fram.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð tekur jákvætt í tillögurnar og að listnám falli undir samfelldan vinnudag barna.

3.Beiðni um innipark

Málsnúmer 2019040510Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. mars 2019 frá Ívari Bjarka Brynjarssyni þar sem hann óskar eftir betri aðstöðu til brettaiðkunar.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar Ívari Bjarka fyrir erindið og vísar því til umfjöllunar í vinnuhópi um framtíðar uppbyggingu íþróttamannvirkja.

4.Rekstrarsamningar íþróttamannvirkja og aðildarfélaga ÍBA 2019

Málsnúmer 2018050236Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að rekstrarsamningi annars vegar og þjónustusamningi hins vegar við Golfklúbb Akureyrar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir með atkvæðum Hildar Bettyjar Kristjánsdóttur L-lista, Arnars Þór Jóhannessonar S-lista, Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur D-lista, að hækka framlög vegna rafmagns, hita og fasteignagjalda í rekstrarsamningi um 7% sem nemur eignarhluta Akureyrarbæjar. Jafnframt er framlagður þjónustusamningur samþykktur.

Viðar Valdimarsson M-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

5.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Lögð fram og kynnt umsögn ungmennaráðs á samþykkt Afrekssjóðs sem frístundaráð óskaði eftir á fundi sínum þann 3. apríl 2019.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir Samþykkt um Afrekssjóð Akureyrarbæjar óbreytta.

6.Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 2019030410Vakta málsnúmer

Á bæjarstjórnarfundi unga fólksins þann þann 26. mars sl. var lögð fram eftirfarandi bókun:

Aðstaða til íþróttaiðkunar er mjög góð á Akureyri, sérstaklega fyrir afreksíþróttafólk. Ef Akureyri ætlar að standa undir nafni sem heilsueflandi samfélag verður að huga betur að almenningsíþróttum. Með því að hafa æfingartæki við göngu- og hjólastíga og á opnum svæðum getur hinn almenni borgari stundað fjölbreyttari hreyfingu.

Tillögur:

- Settur verði upp hreystivöllur og æfingatæki við göngu- og hjólastíga og á opin svæði.

- Boðið verði upp á opna tíma í íþróttahúsum bæjarins.

- Ódýrara verði fyrir framhaldsskólanema að fara í sund og í Hlíðarfjall.

Frístundaráð samþykkir að vísa tillögu um hreystivelli og æfingatæki við göngu- og hjólastíga til umfjöllunar í vinnuhópi um framtíðar uppbyggingu íþróttamannvirkja og stýrihóps um heilsueflandi samfélag.

Tillögu um opna tíma í íþróttahúsum bæjarins er vísað til umfjöllunar í stýrihópi um heilsueflandi samfélag og ÍBA.

Tillögu um að ódýrara verði fyrir framhaldsskólanema að fara í sund og í Hlíðarfjall er vísað til næstu fjárhagsáætlunar.

7.Aðstaða fyrir sjósund og sauna

Málsnúmer 2019030413Vakta málsnúmer

Á bæjarstjórnarfundi unga fólksins þann 26. mars sl. var lögð fram eftirfarandi bókun:

Nýlega kom fram í fjölmiðlum að Finnar væru hamingjusamasta þjóð heims annað árið í röð samkvæmt hamingjulista Sameinuðu þjóðanna. Finnar telja að sjóböð og sauna sé lykillinn að þeirra hamingju. Hvort sem það er rétt eða ekki er klárt að sjóböð og sauna er bæði heilsusamleg og góð afþreying en grunnskólabörn á Akureyri kalla eftir fjölbreyttari afþreyingu í sveitarfélaginu.

Tillaga:

Bæjarstjórn beiti sér fyrir því að hefja undirbúning að aðstöðu með sauna fyrir sjósundfólk.

Frístundaráð samþykkir að vísa tillögunni til vinnuhóps um framtíðar uppbyggingu íþróttamannvirkja.

8.Íþróttamannvirki - þjónustukannanir

Málsnúmer 2019040383Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr þjónustukönnun spurningavagns RHA dagana 7.- 25. mars 2019 varðandi starfsemi Skíðastaða í Hlíðarfjalli.

9.Ályktun frá skólaráði Brekkuskóla

Málsnúmer 2019040499Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. apríl 2019 frá skólaráði Brekkuskóla þar sem því er harðlega mótmælt að framhaldsskólanemendur séu settir inn í sal Íþróttahallarinnar á sama tíma og grunnskólanemendur eru þar í íþróttakennslu.
Íþróttamannvirki Akureyrarbæjar þjóna öllum bæjarbúum og öllum skólastigum. Það er hlutverk íþróttadeildar að koma til móts við óskir þeirra sem vilja nýta mannvirkin og sjá til þess að nýting þeirra sé sem best. Íþróttakennsla fyrir nemendur í VMA mun fara fram í 1/3 hluta íþróttahallarinnar á fimmtudögum fyrir hádegi næsta skólavetur á móti 2/3 hluta sem nemendur í Brekkuskóla nota.

Frístundaráð getur ekki með neinu móti séð að þessi skipting og nýting á salnum muni skerða kennsluaðstæður nemenda Brekkuskóla og því síður ógna öryggi þeirra.

10.Samningur Akureyrarbæjar við KFUM og KFUK 2018 - 2020

Málsnúmer 2018110044Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur KFUM og KFUK fyrir árið 2018 og rekstraráætlun ársins 2019.

11.Styrkbeiðni til frístundaráðs

Málsnúmer 2019040244Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2019 frá Helgu Margréti Clarke þar sem óskað er eftir styrk vegna vinnu við heimildarmyndina Kviksyndi.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.

Fundi slitið - kl. 14:00.