Íþróttaráð

184. fundur 21. janúar 2016 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Jónas Björgvin Sigurbergsson
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Boginn - endurnýjun á gervigrasi

Málsnúmer 2015120126Vakta málsnúmer

Á fundi sínum 15. desember 2015 óskaði Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar eftir tilnefningu fulltrúa frá íþróttaráði í verkefnislið vegna framkvæmdanna.
Íþróttaráð tilnefnir Ingibjörgu Ólöfu Isaksen B-lista sem fulltrúa í verkefnislið Fasteigna Akureyrarbæjar vegna endurnýjunar á gervigrasi í Boganum.
Guðrún Þórsdóttir V-lista mætti til fundar kl. 14:22.

2.Sundkort til afreksmanna

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Áfram unnið að verklagi og vinnureglum fyrir afhendingu sundkorta til afreksmanna á Akureyri.
Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

3.Gos- og sælgætissala í íþróttamannvirkjum

Málsnúmer 2013040222Vakta málsnúmer

Umræður um sölu gos og sælgætis í íþróttamannvirkjum.
Vilji er hjá íþróttaráði að sala á gosi og sælgæti fari ekki fram á skólatíma í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar. Forstöðumanni íþróttamála falið að vinna málið áfram með forstöðumönnum íþróttamannvirkja.

4.Niðurgreiðsla æfinga- og þátttökugjalda - frístundastyrkur - tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Farið yfir nýtingu og notkun á frístundastyrk árið 2015.
Lagt fram til kynningar.

5.Ungmennaráð - starfsemi

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Jörundur Guðni Sigurbjörnsson, Snædís Sara Arnedóttir, Hulda Margrét Sveinsdóttir og Guðný Rún Ellertsdóttir úr ungmennaráði og Linda Björk Pálsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi mættu á fundinn til að ræða sameiginlega hagsmuni íþróttaráðs og ungmennaráðs.
Íþróttaráð þakkar fulltrúum ungmennaráðs fyrir komuna á fundinn.

Fundi slitið - kl. 16:00.