Fræðslu- og lýðheilsuráð

2. fundur 24. janúar 2022 kl. 13:30 - 15:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Eva Hrund Einarsdóttir formaður
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Viðar Valdimarsson
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála ritaði fundargerð
  • Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs
Dagskrá

1.Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti

Málsnúmer 2021060431Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna kynnti rannsóknarniðurstöður Rannsóknar og greiningar sem lúta að forvörnum í stafrænu umhverfi hjá unglingum.

Silja Rún Reynisdóttir forvarnafulltrúi lögreglunnar sat fundinnn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar og fagnar því að búið sé að fastráða forvarnafulltrúa innan lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Ráðið óskar eftir því að starfsmenn á fræðslu- og lýðheilsusviði komi sérstaklega á framfæri til foreldra sláandi niðurstöðum úr könnun Rannsóknar og greiningar er lúta að kynferðislegri friðhelgi ungmenna.

Ráðið óskar eftir að fá stöðu á innleiðingu Akureyrarbæjar á aðgerðaáætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreiti sbr. þingályktunartillögu nr. 37/150 á fjórða fundi ráðsins.

2.Íþróttadeild - frístundaakstur - styrkir til félaga vegna aksturs

Málsnúmer 2021120871Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála gerði grein fyrir tillögum að fyrirkomulagi á útdeilingu styrkja til frístundaaksturs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir tillögu að fyrirkomulagi við útdeilingu styrkja til félaga vegna frístundaaksturs.

Um fullnaðarafgreiðslu er að ræða.

3.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Tillaga að heiðursviðurkenningu lögð fram á fundinum.

Fundargerð afrekssjóðs Akureyrar dagsett 20. desember 2021 lögð fram til kynningar.


Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir tillögu að heiðursviðurkenningahafa.


Meirihluti fræðslu- og lýðheilsuráðs hefur ásamt heiðursviðurkenningu ákveðið að veita hvatningarverðlaun til aðila sem hafa með eftirtektarverðum og framúrskarandi hætti verið hvatning og fyrirmynd fyrir aðra á sviði íþrótta- eða tómstunda.

Viðar Valdimarsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.


Meirihluti fræðslu- og lýðheilsuráðs samþykkir tillögu að hvatningarverðlaunahafa. Viðar Valdimarsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.

4.Frístundastyrkur tómstundaávísun

Málsnúmer 2006040018Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála gerði grein fyrir notkun á frístundastyrk árið 2021.

5.Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

Málsnúmer 2020010595Vakta málsnúmer

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundarmála gerði grein fyrir stöðu aðgerða í málefnum eldri borgara.

6.Tómstundanámskeið barna - 2022

Málsnúmer 2022010967Vakta málsnúmer

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður tómstundamála gerði grein fyrir stöðu tómstundanámskeiða fyrir börn og lagði fram minnisblað.
Fræðslu- og lýðheilsusráð felur formanni fræðslu- og lýðheilsuráðs og sviðsstjóra að vinna málið áfram.

7.Hollvinafélag Húna II - samningur 2022

Málsnúmer 2022011101Vakta málsnúmer

Drög að samningi við Hollvinafélag Húna II lögð fram til staðfestingar.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 15:30.