Fræðslu- og lýðheilsuráð

10. fundur 22. júní 2022 kl. 11:30 - 13:55 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Heimir Örn Árnason formaður
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Bjarney Sigurðardóttir
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Tinna Guðmundsdóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig Elíasdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála
Dagskrá
Rannveig Elíasdóttir S-lista mætti í forföllum Elsu Maríu Guðmundsdóttur.

Fræðslu- og lýðheilsuráð sem kjörið var á fundi bæjarstjórnar 7. júní sl. er skipað eftirtöldum:
Aðalmenn:
Heimir Örn Árnason, formaður
Hulda Elma Eysteinsdóttir, varaformaður
Bjarney Sigurðardóttir
Óskar Ingi Sigurðsson
Tinna Guðmundsdóttir
Elsa María Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi
Ásrún Ýr Gestsdóttir, áheyrnarfulltrúi

Varamenn:
Hildur Brynjarsdóttir
Arnór Þorri Þorsteinsson
Viðar Valdimarsson
Thea Rut Jónsdóttir
Málfríður Stefanía Þórðardóttir
Rannveig Elíasdóttir, varaáheyrnarfulltrúi
Angantýr Ómar Ásgeirsson, varaáheyrnarfulltrúi

Formaður bauð nýtt fræðslu- og lýðheilsuráð velkomið til starfa.

1.Fundaáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs

Málsnúmer 2019110153Vakta málsnúmer

Fundaáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir árið 2022 lögð fram til staðfestingar.


Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála, Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi skólastjóra, Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að næsti fundur ráðsins verði fimmtudaginn 30. júní nk., að öðru leiti er framanlögð fundaráætlun fyrir árið 2022 samþykkt, þó með þeirri breytingu að fundir hefjist kl. 13:00.
Rannveig Elísasdóttir mætti til fundar kl. 11:37.
Daníel Sigurður Eðvaldsson mætti til fundar kl. 11:43

2.Starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs 2022

Málsnúmer 2022030015Vakta málsnúmer

Starfsáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir árið 2022 lögð fram til kynningar og endurskoðunar.


Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála, Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi skólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

3.Ytra mat á grunnskólum

Málsnúmer 2015050045Vakta málsnúmer

Lokaskýrslur umbótaáætlana vegna ytra mats Giljaskóla, Glerárskóla, Lundarskóla og Naustaskóla lagðar fram til kynningar og staðfestingar.


Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála, Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi skólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð staðfestir að lokið sé umbótaráætlun vegna ytra mats í Giljaskóla, Glerárskóla, Lundarskóla og Naustaskóla. Sviðstjóra falið að upplýsa skólastjóra og menntamálastofnun um staðfestingu.

4.Ósk um viðauka vegna leikskólastarfs haustið 2022

Málsnúmer 2022060685Vakta málsnúmer

Minnisblað lagt fram til fyrri umræðu með ósk um viðauka vegna leikskólastarfs haustið 2022 að fjárhæð 51 milljónir.

,

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála, Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi skólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar erindinu til síðari umræðu í ráðinu.

5.Ósk um viðauka vegna sérúrræða grunnskólum haustið 2022

Málsnúmer 2022060684Vakta málsnúmer

Minnisblað lagt fram til fyrri umræðu með ósk um viðauka vegna grunnskóla haustið 2022 að fjárhæð kr. 12,8 milljónir.


Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála, Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi skólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar erindinu til síðari umræðu í ráðinu.

6.Rekstur fræðslu- og lýðheilsusviðs 2022

Málsnúmer 2022030187Vakta málsnúmer

Árni K. Bjarnason rekstrarstjóri gerði grein fyrir rekstrarstöðu fræðslu- og lýðheilsusviðs á tímabilinu janúar til maí 2022.


Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála, Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi skólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar

7.Ákall kennara um menntun til sjálfbærni

Málsnúmer 2022051585Vakta málsnúmer

Erindi frá hópi sérfræðinga þar sem m.a. leitast er við að tryggja að menntun til sjálfbærni sé til staðar í skólastefnu sveitarfélagsins.


Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála, Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi skólastjóra Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar. Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðstjóra að vinna málið áfram.

8.Styrkir til aðildarfélaga ÍBA vegna faglegs starfs sbr. reiknilíkan (matrixu)

Málsnúmer 2020050181Vakta málsnúmer

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram minnisblað varðandi styrki í þjónustusamningum fyrir árið 2023 og úthlutun eingreiðslustyrkja til aðildarfélaga ÍBA 2022 skv. iðkendafjölda og reiknilíkani.


Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

9.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram Samþykkt Afrekssjóðs Akureyrarbæjar til samþykktar með orðalagsbreytingum m.t.t. stjórnsýslubreytinga haustsins 2021.

Í samræmi við Samþykkt Afrekssjóðs Akureyrarbæjar er formaður ráðsins í stjórn Afrekssjóðs og um leið sjálfskipaður formaður stjórnar. Ráðið þarf að skipa hinn fulltrúa ráðsins í stjórn Afrekssjóðs.


Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.


Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir breytingar á Samþykkt Afrekssjóðs Akureyrarbæjar og tilnefnir Bjarneyju Sigurðardóttur sem fulltrúa ráðsins í stjórn Afrekssjóðs ásamt formanni Fræðslu- og lýðheilsuráðs.

10.Skautafélag Akureyrar - beiðni um endurnýjun búnaðar

Málsnúmer 2022060424Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júní 2022 frá Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdarstjóra Skautafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir fjármagni til að endurnýja hljóðkerfi Skautahallarinnar.


Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð telur mikilvægt að endurnýja hljóðkerfi Skautahallarinnar og vísar erindinu til fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins fyrir árið 2023.

Fundi slitið - kl. 13:55.