- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
- Persónuverndarstefna Akureyrarbæjar
Í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar samþykkir bæjarstjórn með 11 samhljóða atkvæðum að veita allt að hálfum milljarði (500 milljónum króna) í sérstakt umhverfisátak.
Árlega verða settar allt að 100 milljónir króna í þetta sérstaka átak.
Fjárveitingin er ætluð til nýframkvæmda og stofnbúnaðarkaupa á málum sem fyrst og fremst tengjast umhverfismálum í sveitarfélaginu öllu (og einstaka deildum þess) s.s. endurgerð og nýframkvæmd leikvalla, gerð göngu- hjóla- og reiðstíga, fegrun og frágang opinna svæða og torga, skógrækt, grisjun, endurgerð og endurplöntun, frágangi og gerð fólkvanga/útivistarsvæða.
Framkvæmdaráð skal hafa eftirlit með fjárveitingu hvers árs.
Framkvæmdadeild mun gera tillögur að verkefnum og kostnaðarmeta þær. Við gerð framkvæmdaáætlunar hvers árs skal framkvæmdaráð endanlega samþykkja þær framkvæmdir og stofnbúnaðarkaup sem fara á í á ári hverju.
Umhverfisnefnd gerir tillögur til framkvæmdaráðs um einstaka verkefni er lúta að hennar verksviði sbr. samþykkt umhverfisnefndar.
Öðrum nefndum og ráðum er frjálst að koma með tillögur til framkvæmdaráðs.