Málsnúmer 2012110171Vakta málsnúmer
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi bókun í bæjarráði 22. nóvember sl.:
Legg til að bæjaryfirvöld á Akureyri setji í forgang snjómokstur fyrir gangandi vegfarendur. Þá eru bæjaryfirvöld einnig hvött til þess að gera þjónustustig og forgangsröðun í snjómokstri aðgengilega bæjarbúum á vefsíðu bæjarins.
Bæjarfulltrúar L-listans óskuðu bókað á sama fundi að finna mætti upplýsingar inn á heimasíðu sveitarfélagsins um snjómokstur, hálkuvarnir og hvaða forgangsröðun væri í gildi á götum sveitarfélagsins. Kort af gönguleiðum er í vinnslu og eins er unnið eftir ákveðinni forgangsröð vegna öryggis og almenningssamgangna.
Málinu var vísað til framkvæmdadeildar.
Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu og hreinlætismála kynnti málið.
Framkvæmdaráð samþykkir tímabundna breytingu á leið 1 um Skógarlund og tímabundna ráðningu á verkstæði SVA.