Framkvæmdaráð

265. fundur 12. apríl 2013 kl. 08:15 - 10:17 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Sigríður María Hammer
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá
Bjarni Sigurðsson A-lista sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi fyrir Önnu Hildi Guðmundsdóttur.

1.Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir innkomnar tillögur og hugmyndir sem komu bæði frá íbúum og hverfisnefndum sveitarfélagins.

2.Fjárgirðing milli Akureyrarbæjar og Hörgársveitar

Málsnúmer 2013030385Vakta málsnúmer

Erindi frá Helga Jóhannessyni dags. 18 mars sl. f.h Norðurorku vegna endurbóta sem fyrirtækið hyggst fara í til að auka vatnsvernd á viðkomandi svæðum.

Framkvæmdaráð felur forstöðumanni umhverfismála að vinna áfram að málinu.

Fylgiskjöl:

3.Dráttarvél í Hrísey - ástandsskoðun

Málsnúmer 2013040073Vakta málsnúmer

Kynnt var ástandsskýrsla dags. 9 apríl sl. vegna dráttarvélar í Hrísey sbr. beiðni þar um á síðasta fundi framkvæmdaráðs 22. mars sl.

Samkvæmt skýrslunni virðist dráttarvélin í ágætis ásigkomulagi en kaupa verður ný ámoksturstæki á hana. Framkvæmdaráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2014.

4.Önnur mál í framkvæmdaráði 2013.

Málsnúmer 2013010146Vakta málsnúmer

Njáll Trausti Friðbertsson spurði um hugmyndir að staðsetningu á hundasvæði.

Fundi slitið - kl. 10:17.