Framkvæmdaráð

271. fundur 23. ágúst 2013 kl. 08:15 - 10:42 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Slökkvilið Akureyrar - ráðning slökkviliðsstjóra

Málsnúmer 2013060219Vakta málsnúmer

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur gerði grein fyrir ráðningarferli um stöðu slökkviliðsstjóra hjá SA.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála/Framkvæmdamiðstöðvar gerði grein fyrir stöðunni á verkefnum ársins.

Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

3.Fjárhagsáætlun 2013 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2012080021Vakta málsnúmer

Sex mánaða rekstrarniðurstaða fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 lögð fram til kynningar og farið yfir stöðu verklegra framkvæmda ársins.

Framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

4.Langtímaáætlun - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2013040051Vakta málsnúmer

Farið yfir langtímaáætlun framkvæmdadeildar. Áður á dagskrá framkvæmdaráðs 7. júní sl.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2014-2017

Málsnúmer 2013050198Vakta málsnúmer

Kynntar tillögur bæjarráðs frá 6. júní sl. um forsendur og fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar ársins 2014.

Fundi slitið - kl. 10:42.