Framkvæmdaráð

267. fundur 03. maí 2013 kl. 09:30 - 10:36 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Sigríður María Hammer
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista sat fundinn sem varamaður fyrir Silju Dögg Baldursdóttur.
Bjarni Sigurðsson A-lista sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi fyrir Önnu Hildi Guðmundsdóttur.

1.Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082Vakta málsnúmer

Mál tekið fyrir að nýju. Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála fór yfir innkomnar tillögur og hugmyndir sem komu bæði frá íbúum og hverfisnefndum sveitarfélagins.

Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkir framlagðar tillögur með 3 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Sigfúsar Arnars Karlssonar B-lista og Njáls Trausta Friðbertssonar D-lista.

Sigfús Arnar Karlsson B-lista og Njáll Trausti Friðbertsson D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Því miður sjáum við okkur ekki fært að samþykkja annars ágætar tillögur í Umhverfisátaki - 150 ára afmælisgjöf 2013. Ástæðan er sú að við teljum að þau vinnubrögð meirihlutans um einhliða ákvörðun á ráðstöfun 20% fjárveitingarinnar sé óásættanleg í framkvæmdir hjá Siglingaklúbbnum Nökkva. Eðilegt er að sú framkvæmd rúmist innan framkvæmdaáætlunar bæjarins.

Meirihluti framkvæmdaráðs telur að framkvæmdir við fegrun strandlengjunnar frá Höepfnersbryggju að Leiruvegi falli vel undir umhverfisátakið.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi 10:10.

2.Hundasvæði innan bæjarmarka

Málsnúmer 2013040212Vakta málsnúmer

Erindi frá Maríu Björk Guðmundsdóttur formanns Félags hundaeigenda á Akureyri dags. 19. apríl sl. um staðsetningu á hundasvæði innan bæjarmarkanna.
Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti tillögu að staðsetningu á hundasvæði milli Dalsbrautar og Borgarbrautar við Norðurslóðir.

Framkvæmdaráð lýsir yfir ánægju með framkoma tillögu að staðsetningu og felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að vinna áfram að málinu.

Fylgiskjöl:

3.Hundaleyfisgjöld - afsláttur fyrir félaga í FHA ofl.

Málsnúmer 2013040213Vakta málsnúmer

Erindi frá Maríu Björk Guðmundsdóttur formanni Félags hundaeigenda á Akureyri dags. 19. apríl sl. um hugsanleg afsláttarkjör á hundaleyfisgjöldum til þeirra sem gerast félagar í Félagi hundaeigenda á Akureyri.

Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu og felur starfsmönnum framkvæmdadeildar að vinna áfram að málinu.

Fundi slitið - kl. 10:36.