Framkvæmdaráð

280. fundur 31. janúar 2014 kl. 09:15 - 10:42 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Ólafur Jónsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá
Enginn mætti í forföllum formanns, Odds Helga Halldórssonar L-lista.
Ólafur Jónsson D-lista mætti í forföllum Njáls Trausta Friðbertssonar.
Eiríkur Jónsson S-lista mætti í forföllum Guðgeirs Halls Heimissonar.

Ólafur Jónsson D-lista, aldursforseti, stýrði fundi í fjarveru formanns.

1.Slökkviliðsstjóri - kynning

Málsnúmer 2014010345Vakta málsnúmer

Þorvaldur Helgi Auðunsson slökkviliðsstjóri mætti á fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdaráð þakkar Þorvaldi Helga kynninguna og óskar honum velfarnaðar í starfi.

2.Umhverfisátak

Málsnúmer 2012080082Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir stöðu verkefna árið 2013 og kynntar voru tillögur að nýjum verkefnum og verklagsreglum fyrir hverfisnefndir fyrir árið 2014.

3.Fjárhagsáætlun 2014 - framkvæmdadeild

Málsnúmer 2013090299Vakta málsnúmer

Unnið að gerð framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2014.

Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:42.