Endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar 2011

Málsnúmer 2011020012

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 88. fundur - 27.01.2011

Formaður, framkvæmdastjóri og verkefnisstjóri viðburða og menningarmála unnu tillögu að skipulagi og tímaáætlun fyrir endurskoðun menningarstefnunnar sem lögð var fram á fundinum.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að hefja vinnu við endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar. Skipaðir verða 5 vinnuhópar sem gera stöðumat m.v. eldri menningarstefnu og koma með hugmyndir að nýjum markmiðum og verkefnum. Þann 31. mars 2011 er stefnt að því að halda opinn fund þar sem farið verður yfir vinnu hópanna og hin eiginlega stefna mótuð.

Stjórn Akureyrarstofu - 89. fundur - 03.02.2011

Endurskoðun menningarstefnunnar gengur skv. áætlun. Haft hefur verið samband við þær stofnanir, félagasamtök og aðra aðila sem koma til með að taka þátt í hugmynda- og undirbúningsvinnu fyrir nýja menningarstefnu. Undirtektir hafa verið góðar og er von á tilnefningum á næstu dögum.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fyrir hönd hennar sitji eftirtaldir í hópunum:

Sjónlist: Guðrún Þórsdóttir
Tónlist: Þórarinn Stefánsson
Sviðslist: Helena Þuríður Karlsdóttir
Menningararfur: Jón Hjaltason
Ritlist: Sóley Björk Stefánsdóttir

Ekki er gert ráð fyrir að greitt verði sérstaklega fyrir setuna í þessum vinnuhópum.

Stjórn Akureyrarstofu - 96. fundur - 27.04.2011

Guðrún Þórsdóttir fulltrúi V-lista lagði til að leitað verði formlega til ungmennaráðs Akureyrar um að taka þátt í vinnu við endurskoðun menningarstefnunnar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillöguna og felur Þórgný Dýrfjörð framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að útfæra leiðir til þess.

Stjórn Akureyrarstofu - 98. fundur - 19.05.2011

Farið yfir stöðuna á vinnunni við endurskoðun á menningarstefnunni og hvernig vinna hópa hefur gengið. Eftirtaldir hópar eru að störfum og meðlimir þeirra voru skipaðir af eftirfarandi félögum og stofnunum:
Ritlistarhópur: Amtsbókasafnið, framhaldsskólarnir og starfandi rithöfundur í bænum.
Sjónlistarhópur: Listasafnið á Akureyri, Myndlistarfélagið á Akureyri og Arkitektafélagið.
Tónlistarhópur: Tónlistarskólinn á Akureyri, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Tónlistarfélagið og Græni Hatturinn.
Sviðslistarhópur: Leikfélag Akureyrar, Menningarhúsið Hof og Point Dansstudíó.
Menningararfur (söfn og saga: Minjasafnið á Akureyri, Safnaklasinn í Eyjafirði og Héraðsskjalasafnið.
Jafnframt voru skipaðir hópstjórar úr stjórn Akureyrarstofu fyrir hvern hóp og hópunum heimilað að leita til þeirra aðila sem þeir telja nauðsynlegt vinnunnar vegna.

Fram kom að vinnan gengur vel og hóparnir gera ráð fyrir því að skila af sér tillögum um mánaðamótin maí-júní. Ákveðið hefur verið að flytja opinn fund um niðurstöðurnar fram í september og hefja vinnuna á honum eftir sumarfrí .

Stjórn Akureyrarstofu - 104. fundur - 08.09.2011

Lagðar fram upplýsingar frá verkefnisstjóra viðburða og menningarmála um stöðuna á vinnu verkefnishópa sem vinna að tillögum inn í nýja menningarstefnu. Tekin ákvörðun um opinn vinnufund um menningarstefnu Akureyrarbæjar.

Ákveðið að halda opinn fund um mótun nýrrar menningarstefnu Akureyrarbæjar seinnipart októbermánaðar.

Stjórn Akureyrarstofu - 109. fundur - 09.11.2011

Opinn hugarflugsfundur var haldinn í Ketilhúsinu þann 4. nóvember sl. sem liður í vinnu við endurskoðun Menningarstefnu Akureyrarbæjar.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim fjölmörgu sem þátt tóku í hugarflugsfundinum, lögðu fram sínar hugmyndir og mótuðu þær hugmyndir sem þegar höfðu verið lagðar fram.

Stjórnin samþykkir að halda annan opinn fund þegar unnið hefur verið nánar úr niðurstöðum hugarflugsfundarins þar sem bæjarbúum verður gefinn kostur á að koma að lokamótun stefnunnar.

Guðrún Þórsdóttir V-lista óskar bókað: Þar sem verið er að vinna að nýrri menningarstefnu bæjarins þá er áríðandi að vinna samhliða að stefnumótun menningarstofnana eins og t.d. Sjónlistamiðstöðvarinnar. Þeir aðilar sem þar starfa þurfa skýra stefnu til að fylgja eftir, ábyrgðir og hlutverk, sem og hlutverk bæjarins þarf líka að vera mjög skýrt. Niðurskurður í menningarmálum er engin nýlunda. Ég lýsi yfir miklum áhyggjum af því að rætur menningarinnar fái ekki svigrúm til að vaxa, hef og áhyggjur af því að þau fjárframlög sem eru þó til umráða fari einungis í steypu og rekstur.

Stjórn Akureyrarstofu - 114. fundur - 09.02.2012

Formaður fór yfir stöðuna á vinnu við endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar.

Stjórn Akureyrarstofu - 121. fundur - 26.04.2012

Skipaður vinnuhópur til að halda utan um næstu skref í vinnu við endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar. Hópurinn undirbúi opinn stefnumótunarfund þar sem unnið verður nánar úr tillögum sem fram komu á hugarflugsfundi með hagsmunaaðilum.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Hildi Friðriksdóttur og Jón Hjaltason í vinnuhópinn en í honum verða jafnframt framkvæmdastjóri Akureyrarstofu og verkefnisstjóri viðburða og menningarmála á Akureyrarstofu.

Hildur Tryggvadóttir kom á fundinn kl. 18:15.

Stjórn Akureyrarstofu - 123. fundur - 10.05.2012

Lögð fram tillaga vinnuhóps sem skipaður var á síðasta fundi um hvernig vinnu verður haldið áfram við endurskoðunina. Í grófum dráttum er tímaáætlun hópsins með eftirfarandi hætti:

Maí 2012: Lokið við úrvinnslu á þeim tillögum sem fram komu á opnum hugarflugsfundi í nóvember sl. og skýrslum vinnuhópa um sama efni.
Júníbyrjun 2012: Lögð fram frumdrög að nýrri stefnu í stjórn Akureyrarstofu og þau send ólíkum aðilum til umsagnar.
September 2012: Unnið úr umsögnum og mögulegum breytingatillögum stjórnar Akureyrastofu. Drögin lögð fram á opnum stefnumótunarfundi 15. september.
Nóvember 2012: Lok vinnunnar og stefna lögð fram í bæjarstjórn Akureyrar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi tímaáætlun.

Stjórn Akureyrarstofu - 128. fundur - 05.09.2012

Farið yfir stöðuna á vinnunni við endurskoðun menningarstefnunnar og tímaáætlun fyrir hana. Formaður gerði að tillögu sinni að drög að nýrri stefnu verði lögð fyrir stjórn Akureyrarstofu þann 25. október og opinn umræðufundur um þau verði haldinn viku seinna eða 1. nóvember nk.
Enn er því stefnt að því að vinnunni ljúki í nóvember eins og tímaáætlun gerir ráð fyrir.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillöguna.

Stjórn Akureyrarstofu - 131. fundur - 25.10.2012

Farið yfir stöðuna í vinnu við endurnýjaða stefnu Akureyrarbæjar í menningarmálum. Breyta þarf tímaáætlun verkefnisins og er nú stefnt að því að opinn fundur þar sem drög að nýrri stefnu verða kynnt verði haldinn þann 15. nóvember 2012 kl. 16:15.

Stjórn Akureyrarstofu - 133. fundur - 20.11.2012

Farið yfir drög að endurnýjaðri menningarstefnu sem vinnuhópur stjórnarinnar hefur sett saman og kynnt verða á opnum fundi þann 27. nóvember nk. Ýmsar athugasemdir komu fram í umræðunum sem tekið verður tillit til í vinnslu draganna.
Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála á Akureyrarstofu sat fundinn undir þessum lið.

 

Stjórn Akureyrarstofu - 134. fundur - 13.12.2012

Farið yfir hugmyndir og athugasemdir sem borist hafa vegna vinnu við menningarstefnuna, af opnum fundi sem haldinn var þann 27. nóvember sl. frá fulltrúum í stjórn Akureyrarstofu og aðrar aðsendar athugasemdir. Vinnu verður haldið áfram á fyrsta fundi stjórnar eftir áramót en vinnuhópur stjórnarinnar mun vinna að breytingum á stefnumótunardrögunum í millitíðinni.

Stjórn Akureyrarstofu - 137. fundur - 21.02.2013

Farið yfir síðustu breytingar á drögum að stefnu Akureyrarbæjar í menningarmálum.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að senda drögin til umsagnar hjá þeim nefndum og stofnunum sem við sögu koma í menningarstefnunni.

Samfélags- og mannréttindaráð - 127. fundur - 05.06.2013

Tekin fyrir drög að nýrri menningarstefnu fyrir Akureyrarbæ skv. beiðni frá Akureyrarstofu. Einnig var kynnt umsögn frá starfsfólki félagsmiðstöðva og Ungmenna-Húss.

Samfélags- og mannréttindaráð tekur undir umsögn starfsfólks félagsmiðstöðva og Ungmenna-Húss.

Skólanefnd - 10. fundur - 20.06.2013

Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu mætti á fundinn og kynnti menningarstefnudrög 2013-2018.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.

Stjórn Akureyrarstofu - 149. fundur - 31.10.2013

Farið yfir lokadrög að endurskoðaðri menningarstefnu.
Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3346. fundur - 19.11.2013

1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 31. október 2013:
Farið yfir lokadrög að endurskoðaðri menningarstefnu.
Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Logi Már Einarsson S-lista lagði fram tillögu um að vísa  endurskoðaðri menningarstefnu Akureyrarbæjar aftur til stjórnar Akureyrarstofu til frekari vinnslu.

Tillaga Loga Más Einarssonar var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Stjórn Akureyrarstofu - 151. fundur - 26.11.2013

Farið að nýju yfir drög að endurskoðaðri menningarstefnu í ljósi athugasemda sem fram komu við umræður um hana í bæjarstjórn sem formaður fór yfir.

Stjórn Akureyrarstofu felur formanni og framkvæmdastjóra Akureyrarstofu að gera tillögur að breytingum á stefnunni í samræmi við umræður á fundinum.

Stjórn Akureyrarstofu - 153. fundur - 09.01.2014

Farið yfir fyrirliggjandi drög að menningarstefnunni og breytingartillögur við hana. Stefnan verður tekin til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi stjórnarinnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 154. fundur - 23.01.2014

Drög að stefnunni tekin fyrir að nýju.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra að ganga frá þeim í samræmi við þær breytingatillögur sem fram komu á fundinum.

Bæjarstjórn - 3353. fundur - 01.04.2014

1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 23. janúar 2014:
Drög að stefnunni tekin fyrir að nýju.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra að ganga frá þeim í samræmi við þær breytingatillögur sem fram komu á fundinum.

Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða menningarstefnu Akureyrarbæjar 2013-2018 með 11 samhljóða atkvæðum.