Farið yfir stöðuna á vinnunni við endurskoðun á menningarstefnunni og hvernig vinna hópa hefur gengið. Eftirtaldir hópar eru að störfum og meðlimir þeirra voru skipaðir af eftirfarandi félögum og stofnunum:
Ritlistarhópur: Amtsbókasafnið, framhaldsskólarnir og starfandi rithöfundur í bænum.
Sjónlistarhópur: Listasafnið á Akureyri, Myndlistarfélagið á Akureyri og Arkitektafélagið.
Tónlistarhópur: Tónlistarskólinn á Akureyri, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Tónlistarfélagið og Græni Hatturinn.
Sviðslistarhópur: Leikfélag Akureyrar, Menningarhúsið Hof og Point Dansstudíó.
Menningararfur (söfn og saga: Minjasafnið á Akureyri, Safnaklasinn í Eyjafirði og Héraðsskjalasafnið.
Jafnframt voru skipaðir hópstjórar úr stjórn Akureyrarstofu fyrir hvern hóp og hópunum heimilað að leita til þeirra aðila sem þeir telja nauðsynlegt vinnunnar vegna.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að hefja vinnu við endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar. Skipaðir verða 5 vinnuhópar semgera stöðumat m.v. eldri menningarstefnu og koma með hugmyndir að nýjum markmiðum og verkefnum. Þann 31. mars 2011 er stefnt að því að halda opinn fund þar sem farið verður yfir vinnu hópanna og hin eiginlega stefna mótuð.