Málsnúmer 2011020012Vakta málsnúmer
Farið yfir stöðuna á vinnunni við endurskoðun á menningarstefnunni og hvernig vinna hópa hefur gengið. Eftirtaldir hópar eru að störfum og meðlimir þeirra voru skipaðir af eftirfarandi félögum og stofnunum:
Ritlistarhópur: Amtsbókasafnið, framhaldsskólarnir og starfandi rithöfundur í bænum.
Sjónlistarhópur: Listasafnið á Akureyri, Myndlistarfélagið á Akureyri og Arkitektafélagið.
Tónlistarhópur: Tónlistarskólinn á Akureyri, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Tónlistarfélagið og Græni Hatturinn.
Sviðslistarhópur: Leikfélag Akureyrar, Menningarhúsið Hof og Point Dansstudíó.
Menningararfur (söfn og saga: Minjasafnið á Akureyri, Safnaklasinn í Eyjafirði og Héraðsskjalasafnið.
Jafnframt voru skipaðir hópstjórar úr stjórn Akureyrarstofu fyrir hvern hóp og hópunum heimilað að leita til þeirra aðila sem þeir telja nauðsynlegt vinnunnar vegna.
Stjórn Akureyrarstofu tók ákvörðun um eftirfarandi viðurkenningar á fundi sínum þann 3. maí 2011:
Grasrót - Iðngarðar hljóti Nýsköpunarverðlaun Akureyrar, Skíðaþjónustan og Viðar Garðarsson hljóti Athafnverðlaunin Akureyrar, Þingvallastræti 2 og Hafnarstræti 88 hljóti viðurkenningu Húsverndarsjóðs Akureyrar, Haukur Tryggvason, Jón Hlöðver Áskelsson og Helena Eyjólfsdóttir hljóti heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs og Eyþór Ingi Jónsson tónlistarmaður hljóti starfslaun listamanna til 6 mánaða.