Málsnúmer 2012020060Vakta málsnúmer
Á síðasta ári breytti Alþingi lögum um almenningsbókasöfn og lutu breytingarnar m.a. að því að ráðherra mennta- og menningarmála gefi út gjaldskrá um dagsektir og bætur fyrir afnot safnaefnis fram yfir skilafrest og að samanlagðar dagsektir fyrir afnot safnaefnis fram yfir skilafrest á hvern lánþega og bætur vegna skemmds eða glataðs safnakosts skuli ákveðnar í reglugerð. Ekki var leitað álits sveitarfélaganna og höfðu sveitarfélögin enga aðkomu að ákvörðuninni. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 er stjórnvöldum gert að taka ávallt mið af sjálfstjórn sveitarfélaga og sérstaklega getið um það að sveitarfélög hafa sjálfstæða tekjustofna og sjálfsforræði á gjaldskrám sem þeim er heimilt að setja.
Þakið var ákveðið kr. 4.000 og er óháð því hversu mikil vanskil fólks eru á bókum og öðrum safnkosti. Þessi regla um hámarkssektir hefur komið mjög niður á tekjuöflun Amtsbókasafnsins á Akureyri.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Gunnari greinargóðar upplýsingar og óskar hljómsveitinni velfarnaðar í starfi sínu.