Málsnúmer 2011110043Vakta málsnúmer
Nú liggur fyrir áætlun um 170 milljón króna sparnað á Sjúkrahúsinu á Akureyri á árinu 2012. Sú áætlun felur meðal annars í sér skerðingu á skurðstofustarfsemi og fækkun leguplássa á tilheyrandi deildum. Þetta þýðir lengri biðlista eftir aðgerðum með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Þá verður og mikil skerðing á starfsemi barnadeildar, þeirrar einu utan LSH. Þessi skerðing hefur einnig áhrif á starfsemi fæðingadeildar og þjónustu við þungaðar og fæðandi konur sem þarf þá að senda á LSH. Dregið verður úr starfsemi endurhæfingar- og öldrunarlækningadeildar og vafasamt hvort það felur í sér sparnað þegar til lengri tíma er litið.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar þeim fjölmörgu sem þátt tóku í hugarflugsfundinum, lögðu fram sínar hugmyndir og mótuðu þær hugmyndir sem þegar höfðu verið lagðar fram.
Stjórnin samþykkir að halda annan opinn fund þegar unnið hefur verið nánar úr niðurstöðum hugarflugsfundarins þar sem bæjarbúum verður gefinn kostur á að koma að lokamótun stefnunnar.
Guðrún Þórsdóttir V-lista óskar bókað: Þar sem verið er að vinna að nýrri menningarstefnu bæjarins þá er áríðandi að vinna samhliða að stefnumótun menningarstofnana eins og t.d. Sjónlistamiðstöðvarinnar. Þeir aðilar sem þar starfa þurfa skýra stefnu til að fylgja eftir, ábyrgðir og hlutverk, sem og hlutverk bæjarins þarf líka að vera mjög skýrt. Niðurskurður í menningarmálum er engin nýlunda. Ég lýsi yfir miklum áhyggjum af því að rætur menningarinnar fái ekki svigrúm til að vaxa, hef og áhyggjur af því að þau fjárframlög sem eru þó til umráða fari einungis í steypu og rekstur.