Málsnúmer 2012030099Vakta málsnúmer
Farið var í heimsókn á Amtsbókasafnið og Héraðsskjalasafnið á Akureyri. Aðalbjörg Sigmarsdóttir héraðsskjalavörður og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður tóku á móti stjórninni og kynntu starfsemina á söfnunum og leiddu skoðunarferð um húsið.
Meðal þess sem fram kom um Amtsbókasafnið var að gestafjöldi hefur lítillega dregist saman eftir að hafa náð ákveðnu hámarki árið 2009. Hins vegar hafa útlán aukist úr um 186 þús. árið 2005 í um 230 þús. árið 2011. Rekstrarkostnaður að frádreginni húsaleigu hefur staðið í stað eða lækkað þannig að marmkið um aðhald í rekstri hafa gengið eftir.
Meðal þess sem fram kom um Héraðsskjalsafnið var að það þjónar 5 sveitarfélögum í Eyjafirði og eru allar skrifstofur, stofnanir, nefndir og fyrirtæki á vegum þeirra skyldug til að afhenda skjöl sín til safnsins. Rekstrarkostnaður safnsins hefur að mestu staðið í stað ef frá er dregin húsaleiga. Hins vegar hefur ríkið dregið úr framlögum til skjalasafna á landinu og Fjallabyggð dró sig út úr samstarfi um Héraðsskjalasafnið og því hefur hlutur sveitarfélaganna í rekstrinum aukist nokkuð á síðustu árum. Starfsmenn safnsins eru 2 og 2.173 skjalanúmer voru lánuð til 653 gesta á lestrarsal á síðasta ári.
Meirihluti stjórnar Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 til að kirkjan geti verið opinn ferðamönnum lengur en ella hefði verið í sumar.
Hildur Friðriksdóttir V-lista og Jóhann Jónsson S-lista óska bókað:
Þar sem við teljum óeðlilegt að Akureyrarbær leggi til fjármagn til að standa straum af kostnaði við prestþjónustu greiðum við atkvæði gegn þessari styrkveitingu.