Stjórn Akureyrarstofu

149. fundur 31. október 2013 kl. 16:00 - 18:00 Fundarherbergi Akureyrarstofu í menningarhúsinu Hofi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Jón Hjaltason
  • Sigmundur Ófeigsson
  • Helena Þuríður Karlsdóttir
  • Hildur Friðriksdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson áheyrnarfulltrúi
  • Regína Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Hermannsson áheyrnarfulltrúi
  • Þórgnýr Dýrfjörð fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar 2013-2018

Málsnúmer 2011020012Vakta málsnúmer

Farið yfir lokadrög að endurskoðaðri menningarstefnu.
Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Sjónlistamiðstöðin á Akureyri - skipulag og þróun

Málsnúmer 2012040129Vakta málsnúmer

Farið yfir samþykkt fyrir Sjónlistamiðstöðina sem er í vinnslu og rætt um þá endurskoðun sem fyrirhuguð er á skipulagi og starfsemi hennar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að skipa Hildi Friðriksdóttur og Jón Hjaltason í vinnuhóp sem fari yfir samþykktir og skipulag Sjónlistamiðstöðvarinnar. Framkvæmdastjóri Akureyrarstofu starfi með þeim að verkefninu.

3.Ný örmerki fyrir safnkost - Amtsbókasafnið

Málsnúmer 2013100288Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dags. 15. október 2013 frá amtsbókaverði um kosti og kostnað við að breyta merkingakerfi fyrir safnkost Amtsbókasafnins.

Erindinu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

4.Fjárhagsáætlun 2014 - Akureyrarstofa

Málsnúmer 2013080216Vakta málsnúmer

Farið var yfir fjárhagsáætlun með hliðsjón af hagræðingakröfu í menningar- og atvinnumálum.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir fyrirliggjandi tillögur um lækkun kostnaðar en þær fela í sér bæði sölu eigna og lækkun rekstrakostnaðar um 15 mkr. í menningarmálum og 10 mkr. í atvinnumálum.

Fundi slitið - kl. 18:00.