Samfélags- og mannréttindaráð

127. fundur 05. júní 2013 kl. 17:00 - 19:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Rannsókn - The knowledge of Icelandic by immigrants in Akureyri

Málsnúmer 2012070127Vakta málsnúmer

Í samvinnu Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri var í lok árs 2012 lagður spurningalisti fyrir íbúa af erlendum uppruna. Megintilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um þennan fjölbreytta hóp með það að leiðarljósi að geta í framhaldinu aðstoðað við að bæta stöðu. Spurningar sem lagðar voru fyrir snerust um bakgrunn, þekkingu á íslenskum dægurmálum og íslenskri tungu, atvinnustöðu og skoðanir á samfélaginu. Kjartan Ólafsson lektor og Markus Meckl dósent við Háskólann á Akureyri kynntu niðurstöður.
Bæjarfulltrúarnir Logi Már Einarsson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista voru gestir fundarins undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Kjartani og Markusi fyrir kynninguna.

Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir S-lista mætti til fundar kl. 17:20.

2.Kvennasmiðja - samningur við Starfsendurhæfingu Norðurlands

Málsnúmer 2008080086Vakta málsnúmer

Umræður um samstarf við Starfsendurhæfingu Norðurlands um rekstur kvennasmiðju.

Samfélags- og mannréttindaráð felur formanni og framkvæmdastjóra að ganga frá samstarfssamningi við Starfsendurhæfingu Norðurlands.

3.Vinnumarkaðsþjálfun fyrir ungt fólk 2013

Málsnúmer 2013050310Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samstarfssamningi milli samfélags- og mannréttindadeildar og fjölskyldudeildar um vinnumarkaðsþjálfun fyrir ungt fólk sem fær fjárhagsaðstoð frá Akureyrarbæ.

4.Endurskoðun menningarstefnu Akureyrarbæjar - 2013-2018

Málsnúmer 2011020012Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög að nýrri menningarstefnu fyrir Akureyrarbæ skv. beiðni frá Akureyrarstofu. Einnig var kynnt umsögn frá starfsfólki félagsmiðstöðva og Ungmenna-Húss.

Samfélags- og mannréttindaráð tekur undir umsögn starfsfólks félagsmiðstöðva og Ungmenna-Húss.

5.Samfélags- og mannréttindadeild - langtímaáætlun

Málsnúmer 2013030344Vakta málsnúmer

Áframhaldandi vinna við gerð langtímaáætlunar fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

Fundi slitið - kl. 19:00.