Tillaga að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, var auglýst 9. febrúar 2011 með athugasemdafresti til 23. mars 2011. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaðinu, Fréttablaðinu og Dagskránni.
Ein athugasemd barst.
1) Jóhannes Árnason, dags. 21. mars 2011.
16 umsagnir bárust:
1) Samstarfsnefnd um ferilmál fatlaðra, dags. 10. febrúar 2011.
2) Vegagerðin, dags. 23. febrúar 2011.
Önnur umsögn frá Vegagerðinni barst 23. mars 2011.
Þriðja umsögn Vegagerðarinnar, dags. 29. apríl 2011.
3) Vetraríþróttamðstöð Íslands, dags. 16. mars 2011.
4) Norðurorka, dags. 23. mars 2011.
5) Umhverfisnefnd, dags. 8. mars 2011.
6) Íþróttaráð, dags. 17. febrúar 2011.
7) Fornleifavernd ríkisins, dags. 15. desember 2010.
Ný umsögn barst 6. apríl 2011.
8) Eyjafjarðarsveit, dags. 29. mars 2011.
9) Jóhannes M. Jóhannesson f.h. Vallabúsins ehf. dags. 6. apríl 2011.
10) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dags. 7. apríl 2011.
11) Umhverfisstofnun dags. 7. apríl 2011.
12) Veðurstofa Íslands, dags. 7. apríl 2011.
13) Skíðafélag Akureyrar, dags. 12. apríl 2011
14) Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi, dags. 18. apríl 2011.
15) Hörgársveit, dags. 15. apríl 2011.
16) Skipulagsstofnun, dags. 1. mars 2011.
Leitað var eftir samþykki sveitarstjórnar Hörgársveitar fyrir því að fella niður deiliskipulag svifbrautar í Hlíðarfjalli. Samþykki hennar liggur fyrir í bréfi dags. 15. apríl 2011.
Málinu var frestað 18. maí 2011 m.a. vegna þess að snjóflóðahættumat Veðurstofunnar var ekki tilbúið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.