Málsnúmer 2010030004Vakta málsnúmer
Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra þann 28. mars 2012 að yfirfara innsendar umsagnir og athugasemdir, sem bárust vegna fyrri auglýsingar á tillögunni, ásamt því að gera tillögur um breytingar í samræmi við þau atriði sem fram koma í bréfunum.
Snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæðið hefur nú verið staðfest.
Skipulagsstjóri lagði fram endurskoðaða tillögu dagsetta 25. nóvember 2013 að deiliskipulagi af skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Tillagan er unnin af Landslagi ehf. Einnig var lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla skv. lögum um umhverfismat áætlana dagsett 25. nóvember 2013.
Ómar Ívarsson frá Landslagi ehf. mætti á fundinn og kynnti tillöguna.