Málsnúmer 2013110131Vakta málsnúmer
4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 21. nóvember 2013:
Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2014:
a) I) Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,38% af fasteignamati húsa og lóða.
II) Fasteignaskattur hesthúsa verði 0,625% af fasteignamati húsa og lóða.
b) Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% af fasteignamati og lóðarréttindum.
c) Fasteignaskattur af öðru húsnæði en a) og b) lið verði 1,65% af fasteignamati húsa og lóða.
d) Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.
e) Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna b) og c) liðar.
f) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis .....
g) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum .....
h) Fráveitugjald verði 0,15% af fasteignamati húsa og lóða.
Vatnsgjald og fráveitugjald (holræsagjald) leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.
Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2014 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 10.000 kr., er 3. febrúar 2014. Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram. Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur hvers mánaðar eftir álagningu.
Bæjarráð samþykkir liði a) til e) og lið h) í framlagðri tillögu um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2014 ásamt tillögu um gjalddaga fasteignagjalda og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðum f) og g).