Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundir í grunnskólum

Málsnúmer 2020061178

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3707. fundur - 26.11.2020

Lagt fram yfirlit um tillögur sem fram komu á stórþingi ungmenna sem haldið var 6. september 2019 og viðtalstímum bæjarfulltrúa í grunnskólum bæjarins haustið 2019.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar liðunum Umhverfis- og mannvirkjasvið 1-6 til umhverfis- og mannvirkjaráðs, liðunum Fræðslusvið 1-3 til fræðsluráðs, liðunum Samfélagssvið 1-5 til frístundaráðs, liðnum Skipulagssvið 1 til skipulagsráðs, liðunum Fjölskyldusvið 1-2 og Búsetusvið 1-2 til velferðarráðs og liðunum Akureyrarstofa 1-3 til stjórnar Akureyrarstofu. Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

Frístundaráð - 86. fundur - 02.12.2020

Lagt fram yfirlit um tillögur sem fram komu á stórþingi ungmenna sem haldið var 6. september 2019 og viðtalstímum bæjarfulltrúa í grunnskólum bæjarins haustið 2019.

Á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember sl. var liðunum Samfélagssvið 1-5 vísað til frístundaráðs.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns samfélags sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð felur starfsmönnum að fara vel yfir þá liði sem vísað var til ráðsins og koma með tillögu að svörum út frá umræðum á fundinum og með tilliti til starfs- og fjárhagsáætlunar.

Stjórn Akureyrarstofu - 310. fundur - 03.12.2020

Lagt fram yfirlit um tillögur sem fram komu á stórþingi ungmenna sem haldið var 6. september 2019 og í viðtalstímum bæjarfulltrúa í grunnskólum bæjarins haustið 2019.

Á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember sl. var liðunum Akureyrarstofa 1-3 vísað til stjórnar Akureyrarstofu.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar ungmennum fyrir spurningar og áskoranir.

Varðandi mikilvægi þess að Hríseyjarhátíðin verði skemmtilegri munu starfsmenn Akureyrarstofu ræða við skipuleggjendur hátíðarinnar og horfa til þessarar ábendingar.

Unnið er að markaðssetningu á ferðaþjónustu í Hrísey og verður horft sérstaklega til markaðssetningar á tjaldsvæðinu í eyjunni í kjölfar þessarar ábendingar.

Varðandi fyrirspurn um fleiri fjölskylduhátíðir þá er til endurskoðunar aðkoma Akureyrarbæjar að hátíðum almennt. Sérstaklega eru til skoðunar hátíðir er tengjast útivist- og íþróttum.


Fræðsluráð - 42. fundur - 07.12.2020

Umræðupunktar úr samtölum bæjarfulltrúa við grunnskólanemendur lagðir fram til kynningar.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram með því að vísa viðeigandi atriðum áfram til hvers skóla og fylgja eftir viðbrögðum skólanna. Fræðsluráð tekur málið upp aftur m.t.t. þeirra atriða sem ráðið þarf að bregðast við.

Frístundaráð - 88. fundur - 13.01.2021

Lagt fram yfirlit tillagna sem fram komu á stórþingi ungmenna sem haldið var 6. september 2019 og viðtalstímum bæjarfulltrúa í grunnskólum bæjarins haustið 2019.

Á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember sl. var liðunum Samfélagssvið 1-5 vísað til frístundaráðs.

Á fundi frístundaráðs þann 2. desember 2020 var starfsmönnum falið að fara vel yfir þá liði sem vísað var til ráðsins og koma með tillögu að svörum út frá umræðum á fundinum og með tilliti til starfs- og fjárhagsáætlunar.

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnamála, Hrafnhildur Guðjónsdóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar ungmennum á Akureyri fyrir allar spurningarnar og ábendingarnar.

Ábendingum hefur verið komið til skila til þeirra aðila sem hafa með málefnin að gera en svör við spurningum og ábendingum má finna í meðfylgjandi skjali.



Velferðarráð - 1332. fundur - 03.02.2021

Lögð fram erindi frá viðtalstíma bæjarfulltrúa í grunnskólum.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar ungmennum á Akureyri góðar spurningar og ábendingar.

Fræðsluráð - 46. fundur - 01.03.2021

Svör grunnskólanna við fyrirspurnum barna úr viðtalstímum bæjarfulltrúa lögð fram til kynningar.

Fræðsluráð fagnar því að nemendur í skólum bæjarins hafi möguleika á að láta rödd sína heyrast með beinum hætti í viðtalstímum bæjarfulltrúa í skólunum. Mikilvægt er að til staðar séu skýrir verkferlar varðandi fundi bæjarfulltrúa í skólum og úrvinnslu fundanna alla leið að eyrum nemenda. Lagt er til að viðtalstímar bæjarfulltrúa í grunnskólum verði haldnir árlega og að verkferli við úrvinnslu þeirra verði skýrt og svör berist fyrir lok sama árs.


Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3719. fundur - 11.03.2021

Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 1. mars 2021:

Svör grunnskólanna við fyrirspurnum barna úr viðtalstímum bæjarfulltrúa lögð fram til kynningar.

Fræðsluráð fagnar því að nemendur í skólum bæjarins hafi möguleika á að láta rödd sína heyrast með beinum hætti í viðtalstímum bæjarfulltrúa í skólunum. Mikilvægt er að til staðar séu skýrir verkferlar varðandi fundi bæjarfulltrúa í skólum og úrvinnslu fundanna alla leið að eyrum nemenda. Lagt er til að viðtalstímar bæjarfulltrúa í grunnskólum verði haldnir árlega og að verkferli við úrvinnslu þeirra verði skýrt og svör berist fyrir lok sama árs.

Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar að fylgja því eftir að mótuð verði skýr verkferli um viðtalstíma bæjarfulltrúa með grunnskólanemendum og úrvinnslu þeirra.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 104. fundur - 27.08.2021

Lagt fram yfirlit um tillögur sem fram komu á stórþingi ungmenna sem haldið var 6. september 2019 og í viðtalstímum bæjarfulltrúa í grunnskólum bæjarins haustið 2019. Á fundi bæjarráðs þann 26. nóvember sl. var liðunum Umhverfis- og mannvirkjasvið 1-6 vísað til umhverfis- og mannvirkjaráðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir hugmyndir og tillögur sem komu fram og vísar þeim til frekari vinnslu hjá starfsfólki sviðsins, mörgu af því sem óskað var eftir hefur nú þegar verið brugðist við og listinn hafður til hliðsjónar við framkvæmdir.