Frístund

Málsnúmer 2017050214

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 11. fundur - 12.06.2017

Erindi sem barst í tölvupósti þann 4. maí 2017 frá Elínu Eyjólfsdóttur forstöðumanni frístundar Giljaskóla fyrir hönd allra forstöðumanna frísunda skólanna, þar sem óskað er eftir að opnunartími frístundar verði sá sami í haust- og vetrarfríum, en þann 12. desember 2106 samþykkti skólanefnd að opnunartími í frístund væri frá kl. 13-16. Óskað er eftir að sami opnunartími verði einnig í haustfríi.
Fræðsluráð óskar eftir upplýsingum um nýtingu á þjónustu Frístundar í haustfríum síðustu ár áður en ákvörðun verður tekin.

Fræðsluráð - 12. fundur - 26.06.2017

Erindi vegna beiðni um lokun Frístundar í haustfríi. Framhaldsumræða.
Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra fræðslusviðs að skoða möguleika á að eiga samstarf við samfélagssvið / frístundaráð til að gera það mögulegt að loka Frístund þessa daga vegna símenntunar starfsfólks í Frístund.

Frístundaráð - 66. fundur - 06.11.2019

Til umræðu starfsemi frístundar í tengslum við verkefnið samfelldur vinnudagur barna.

Frístundaráð óskar eftir áliti fræðsluráðs á þeirri hugmynd að umsjón með frístund verði færð frá fræðslusviði yfir til samfélagssviðs.

Fræðsluráð - 20. fundur - 18.11.2019

Á fundi frístundaráðs þann 11. nóvember 2019 var gerð svohljóðandi bókun:

Til umræðu starfsemi frístundar í tengslum við verkefnið samfelldur vinnudagur barna.

Frístundaráð óskar eftir áliti fræðsluráðs á þeirri hugmynd að umsjón með frístund verði færð frá fræðslusviði yfir til samfélagssviðs.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að kanna kosti og galla við hugsanlega skipulagsbreytingu í samráði við samfélagssvið.