Golfklúbbur Akureyrar - véla- og tækjakaup 2019

Málsnúmer 2019060097

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 58. fundur - 21.06.2019

Erindi dagsett 21. maí 2019 frá framkvæmdarstjóra GA þar sem óskað er eftir styrkveitingu að upphæð kr. 4.250.000 vegna endurnýjunar á véla- og tækjabúnaði félagsins.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttmála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ársins en mun taka erindið fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

Berglind Guðmundsdóttir D-lista og Viðar Valdimarsson M-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Frístundaráð - 66. fundur - 06.11.2019

Erindi dagsett 21. maí 2019 frá framkvæmdarstjóra GA þar sem óskað er eftir styrkveitingu að upphæð kr. 4.250.000 vegna endurnýjunar á véla- og tækjabúnaði félagsins.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.



Erindið var tekið fyrir á fundi frístundaráðs þann 21. júní sl. og bókaði þá eftirfarandi: "Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar ársins en mun taka erindið fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2020."

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Viðar Valdimarsson fulltrúi M-lista lýsti yfir vanhæfi og vék af fundi.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir kr. 4.000.000 úr búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjaráðs á árinu 2020 til handa GA.