Málsnúmer 2022100188Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar drög að reglum um heimgreiðslur til foreldra.
Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Ísak Már Jóhannesson S- lista óska að bóka:
Að brúa umönnunarbilið er mikilvægt jafnréttismál. Reynslan hefur sýnt að þetta bil er oftar brúað af konum en körlum. Mæður taka sér launalaust leyfi frá vinnu eða fara í hlutastörf með tilheyrandi afleiðingum á launakjör og lífeyrisréttindi. Mikilvægt er að brúa umönnunarbilið með fjölgun leikskólaplássa og eflingu dagforeldrakerfisins, en ekki með heimgreiðslum. Undirrituð telja það skref í ranga átt sem bæði bitnar á ævitekjum kvenna og eykur ójafnræði á vinnumarkaði. Þessu til viðbótar blasir við að heimgreiðslur með þessari útfærslu munu fyrst og fremst nýtast hátekjufólki í forréttindastöðu en ekki koma öðrum að gagni nema að litlu leyti. Óljóst er hvaða tilgangi heimgreiðslum er ætlað að þjóna. Ef þeim er ætlað að vera biðlistabætur fyrir þá foreldra sem ekki koma börnum sínum að á leikskóla eða hjá dagforeldri, þá er nauðsynlegt að horfa til jafnræðis og skoða sambærilega stöðu t.d. greiðslur til fatlaðs fólk sem er á biðlista eftir húsnæði. Ef heimgreiðslunum er ætlað að auka valfrelsi foreldra, þá er mikilvægt að hafa í huga að það val mun ekki standa öllum til boða, heldur fyrst og fremst tekjuháu fólki í forréttindastöðu.