Minnisblað vegna leikskólarýma haust 2022

Málsnúmer 2022110803

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 20. fundur - 21.11.2022

Lagt fram minnisblaði frá leikskólateymi fræðslu- og lýðheilsusviðs um stöðu og mögulega þróun leikskólarýma.

Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.


Ísak Már Jóhannesson S-lista óskar að bóka:

Á liðnu kjörtímabili náðist góður árangur í innritun barna í leikskóla, þar sem aldur við innritun að hausti fór úr 15 mánuðum í 12 mánuði. Nú liggur fyrir að á næstu fjórum árum vanti um 100 ný leikskólarými á Akureyri. Undirritaður telur það mjög varlega áætlað og gæti því þörfin orðið enn meiri. Þrátt fyrir það er í framkvæmdaáætlun aðeins gert ráð fyrir 80 nýjum rýmum á kjörtímabilinu og áætlað fjármagn í það verkefni mjög takmarkað. Verði ekki áfram lagður metnaður í uppbyggingu leikskólarýma, blasir við að hækka þurfi inntökualdurinn á ný og væri það sannarlega mikil afturför. Þá er ljóst að náms- og starfsaðstæður barna og starfsfólks er misjafnt og sumt húsnæði komið til ára sinna og óhentugt fyrir starfsemina. Ekki er að sjá að fjármagn sé sett í þau aðkallandi verkefni í framkvæmdaáætlun kjörtímabilisins. Nauðsynlegt er að halda áfram að vinna markvisst með skýra langtímasýn að leiðarljósi, en hana er því miður ekki að sjá í þeirri fjárhagsáætlun sem lögð hefur verið fram við fyrstu umræðu í bæjarstjórn.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra í samstarfi við UMSA að undirbúa tillögur að forgangsröðun uppbyggingar skólahúsnæðis og -lóða næstu árin.
Óskar Sigurðsson vék af fundi kl. 16:20.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 22. fundur - 19.12.2022

Lagt fram minnisblað vegna leikskólarýma haust 2022. Ljóst er að Akureyrarbæ skortir leikskólarými/deildir nú og til framtíðar en til að ná að innrita börn sem náð hafa 12 mánaða aldri þann 31. ágúst 2023 vantar um það bil 40 leikskólarými.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ragna Kristín Jónsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Starfsmaður: Sylvía Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla.