Málsnúmer 2014010277Vakta málsnúmer
1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. apríl 2014:
Aðalskipulagsbreyting vegna Miðbæjar Akureyrar var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdafresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst deiliskipulag Miðbæjar Akureyrar, sjá málsnr. 2012110172. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Fjórar umsagnir bárust:
1) Umhverfisstofnun, dags. 3. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
2) Hafnasamlag Norðurlands, dags. 27. mars 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
3) Vegagerðin, dags. 2. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna. Sjá einnig málsnr. 2012110172.
4) Minjastofnun Íslands, dags. 11. apríl 2014 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna en bendir á hafa þarf í huga varðveislu Torfunefsbryggju vegna menningarsögulegs gildis.
Tvær athugasemdir bárust:
1) Jóhannes Árnason, dags. 28. mars 2014.
Hann mótmælir því að hætt sé við síki í miðbænum og telur að heimild fyrir síki eigi að vera inni á skipulagi en einnig verði heimilt að gera það ekki.
2) Hjalti Jóhannesson, dags. 4. apríl 2014.
Hann styður þrengingu Glerárgötunnar og telur nauðsynlegt að endanleg tillaga verði samþykkt eins og hún liggur fyrir núna.
Umsagnir gefa ekki tilefni til svars.
Svar við athugasemdum:
1) Samkvæmt stefnuskrá L-listans, stefnu fleiri framboða og í kjölfar fjölda athugasemda frá bæjarbúum var gert ráð fyrir að síki yrði fellt úr skipulagi og er því skipulagstillagan í samræmi við þá stefnu og athugasemdir.
2) Gefur ekki tilefni til svars.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti í forföllum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur.
Ragnar Sverrisson S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.