Byggðastofnun - umsóknir í verkefnið Brothættar byggðir

Málsnúmer 2014040240

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3355. fundur - 06.05.2014

Lögð fram tillaga um að Akureyrarbær sendi inn umsóknir til Byggðastofnunar fyrir byggðalögin Hrísey og Grímsey þar sem óskað er eftir þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir.
Upplýsingar um verkefnið má finna á slóðinni:
https://www.byggdastofnun.is/is/verkefni/brothaettar-byggdir

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að fela bæjarstjóra að vinna að og senda inn umsóknir til Byggðastofnunar fyrir byggðalögin Hrísey og Grímsey þar sem óskað er eftir þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir.

Bæjarráð - 3412. fundur - 08.05.2014

Lögð fram drög að umsóknum um þátttöku í verkefninu Brothættar byggðir fyrir Hrísey og Grímsey.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög að umsóknum.

Atvinnumálanefnd - 1. fundur - 27.02.2015

Farið var yfir stöðu umsóknar sveitarfélagsins í verkefnið Brothættar byggðir. Sótt var um fyrir Hrísey og Grímsey.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumálanefnd - 6. fundur - 01.07.2015

Lagt fram svarbréf frá Byggðastofnun varðandi umsókn Akureyrarbæjar um þátttöku í verkefninu "Brothættar byggðir". Í bréfinu kemur fram að stjórn Byggðastofnunar hafi samþykkt umsókn sveitarfélagsins um þátttöku Hríseyjar og Grímseyjar í verkefninu.
Atvinnumálanefnd fagnar því að verkefnið sé að fara af stað í samstarfi við Byggðastofnun og leggur til að auglýst verði eftir verkefnastjóra vegna verkefnisins sem fyrst.

Bæjarráð - 3464. fundur - 09.07.2015

1. liður í fundargerð atvinnumálanefnd dagsett 1. júlí 2015:
Lagt fram svarbréf frá Byggðastofnun varðandi umsókn Akureyrarbæjar um þátttöku í verkefninu 'Brothættar byggðir'. Í bréfinu kemur fram að stjórn Byggðastofnunar hafi samþykkt umsókn sveitarfélagsins um þátttöku Hríseyjar og Grímseyjar í verkefninu.
Atvinnumálanefnd fagnar því að verkefnið sé að fara af stað í samstarfi við Byggðastofnun og leggur til að auglýst verði eftir verkefnastjóra vegna verkefnisins sem fyrst.
Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir verkefnastjóra og felur bæjarstjóra að vinna að málinu.