Aðalskipulagsbreyting - Miðbær Akureyrar

Málsnúmer 2014010277

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 171. fundur - 29.01.2014

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005 - 2018 unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf., vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Akureyrar. Breytingartillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti, í greinargerð og í umhverfisskýrslu dagsettri 29. janúar 2014.
Opnir kynningarfundir voru haldnir um aðal- og deiliskipulagstillögurnar þann 27. júní 2013 og 2. desember 2013.

Edward H. Huijbens V-lista bar upp tillögu um að inn í kafla 3.4. um almenna deiliskipulagsramma, verði sett skýrari ákvæði um hámarkshæð nýrra húsa og miðist hún við hæð Geislagötu 9.

Tillagan var felld með þremur atkvæðum L-lista gegn tveimur atkvæðum V-lista og A-lista.

 

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3350. fundur - 04.02.2014

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. janúar 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 unna af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Miðbæ Akureyrar. Breytingartillögunni eru gerð skil á skipulagsuppdrætti, í greinargerð og í umhverfisskýrslu dags. 29. janúar 2014.
Opnir kynningarfundir voru haldnir um aðal- og deiliskipulagstillögurnar þann 27. júní 2013 og 2. desember 2013.
Edward H. Huijbens V-lista bar upp tillögu um að inn í kafla 3.4. um almenna deiliskipulagsramma, verði sett skýrari ákvæði um hámarkshæð nýrra húsa og miðist hún við hæð Geislagötu 9.
Tillagan var felld með þremur atkvæðum L-lista gegn tveimur atkvæðum V-lista og A-lista.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi  sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Ragnar Sverrisson S-lista mætti á fundinn undir þessum lið í stað Loga Más Einarssonar.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Jónssonar D-lista.

Ragnar Sverrisson S-lista vék af fundi og Logi Már Einarsson tók aftur sæti á fundinum.

Skipulagsnefnd - 177. fundur - 16.04.2014

Aðalskipulagsbreyting vegna Miðbæjar Akureyrar var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdarfresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst deiliskipulag Miðbæjar Akureyrar, sjá málsnr. 2012110172. Auglýsingar birtust í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Fjórar umsagnir bárust:
1) Umhverfisstofnun, dagsett 3. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
2) Hafnarsamlag Norðurlands dagsett 27. mars 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
3) Vegagerðin dagsett 2. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna. Sjá einnig málsnr. 2012110172.
4) Minjastofnun Íslands, dagsett 11. apríl 2014 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna en bendir á hafa þarf í huga varðveislu Torfunefsbryggju vegna menningarsögulegs gildis.
Tvær athugasemdir bárust:
1) Jóhannes Árnason, dagsett 28. mars 2014.
Hann mótmælir því að hætt sé við síki í miðbænum og telur að heimild fyrir síki eigi að vera inni á skipulagi en einnig verði heimilt að gera það ekki.
2) Hjalti Jóhannesson, dagsett 4. apríl 2014.
Hann styður þrengingu Glerárgötunnar og telur nauðsynlegt að endanleg tillaga verði samþykkt eins og hún liggur fyrir núna.

Umsagnir gefa ekki tilefni til svars.
Svar við athugasemdum:
1) Samkvæmt stefnuskrá L-listans, stefnu fleiri framboða og í kjölfar fjölda athugasemda frá bæjarbúum var gert ráð fyrir að síki yrði fellt úr skipulagi og er því skipulagstillagan í samræmi við þá stefnu og athugasemdir.
2) Gefur ekki tilefni til svars.
Niðurstaða:
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3355. fundur - 06.05.2014

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. apríl 2014:
Aðalskipulagsbreyting vegna Miðbæjar Akureyrar var auglýst frá 21. febrúar með athugasemdafresti til 6. apríl 2014. Samhliða var auglýst deiliskipulag Miðbæjar Akureyrar, sjá málsnr. 2012110172. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Dagskránni og Fréttablaðinu. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar, á heimasíðu skipulagsdeildar og hjá Skipulagsstofnun.
Fjórar umsagnir bárust:
1) Umhverfisstofnun, dags. 3. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
2) Hafnasamlag Norðurlands, dags. 27. mars 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.
3) Vegagerðin, dags. 2. apríl 2014, sem gerir ekki athugasemd við tillöguna. Sjá einnig málsnr. 2012110172.
4) Minjastofnun Íslands, dags. 11. apríl 2014 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna en bendir á hafa þarf í huga varðveislu Torfunefsbryggju vegna menningarsögulegs gildis.
Tvær athugasemdir bárust:
1) Jóhannes Árnason, dags. 28. mars 2014.
Hann mótmælir því að hætt sé við síki í miðbænum og telur að heimild fyrir síki eigi að vera inni á skipulagi en einnig verði heimilt að gera það ekki.
2) Hjalti Jóhannesson, dags. 4. apríl 2014.
Hann styður þrengingu Glerárgötunnar og telur nauðsynlegt að endanleg tillaga verði samþykkt eins og hún liggur fyrir núna.
Umsagnir gefa ekki tilefni til svars.
Svar við athugasemdum:
1) Samkvæmt stefnuskrá L-listans, stefnu fleiri framboða og í kjölfar fjölda athugasemda frá bæjarbúum var gert ráð fyrir að síki yrði fellt úr skipulagi og er því skipulagstillagan í samræmi við þá stefnu og athugasemdir.
2) Gefur ekki tilefni til svars.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.