Goðanes - algjört bann við lagningu

Málsnúmer 2024100156

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 432. fundur - 09.10.2024

Á fundi skipulagsráðs 25. janúar 2023 var samþykkt að banna lagningu ökutækja sunnan og vestan megin í Goðanesi til að bregðast við ábendingum sem höfðu borist um að tæki í götunni hindruðu umferð. Þrátt fyrir þessa breytingu hafa borist fjölmargar ábendingar um að ástandið hafi ekki lagast mikið og að oft skapist hætta vegna þrengsla vestast í götunni.
Skipulagsráð samþykkir að banna alfarið lagningu ökutækja í Goðanesi að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.