Goðanes - algjört bann við lagningu

Málsnúmer 2024100156

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 432. fundur - 09.10.2024

Á fundi skipulagsráðs 25. janúar 2023 var samþykkt að banna lagningu ökutækja sunnan og vestan megin í Goðanesi til að bregðast við ábendingum sem höfðu borist um að tæki í götunni hindruðu umferð. Þrátt fyrir þessa breytingu hafa borist fjölmargar ábendingar um að ástandið hafi ekki lagast mikið og að oft skapist hætta vegna þrengsla vestast í götunni.
Skipulagsráð samþykkir að banna alfarið lagningu ökutækja í Goðanesi að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Bæjarstjórn - 3555. fundur - 17.12.2024

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. október 2024:

Á fundi skipulagsráðs 25. janúar 2023 var samþykkt að banna lagningu ökutækja sunnan og vestan megin í Goðanesi til að bregðast við ábendingum sem höfðu borist um að tæki í götunni hindruðu umferð. Þrátt fyrir þessa breytingu hafa borist fjölmargar ábendingar um að ástandið hafi ekki lagast mikið og að oft skapist hætta vegna þrengsla vestast í götunni.

Skipulagsráð samþykkir að banna alfarið lagningu ökutækja í Goðanesi að fenginni umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tók Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að banna alfarið lagningu ökutækja utan lóða í götunni Goðanesi.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Það er óásættanlegt að ganga þurfi svo langt að banna alfarið með lögreglusamþykkt að leggja í Goðanesi og sýnir að bærinn hefur misst tökin á þessum málum. Víðsvegar um bæinn má sjá tækjum, gámum og dóti lagt í leyfisleysi. Samþykkt var í vinnu við nýja umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar að ráða starfsmann til að fara í umgengnismál og eru það mikil vonbrigði að það starfshlutfall hefur síðan ekki ratað inn í fjárhagsáætlun næsta árs. Í stefnunni kemur einnig fram að skoða eigi að koma upp vöktuðu geymslusvæði. Það kom því spánskt fyrir sjónir þegar meirihlutinn snéri við ákvörðun umhverfis- og mannvirkjaráðs, um að sækja um lóð undir geymslusvæði, og taldi ekki þörf á því. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands hefur kallað eftir úrræðum í nokkurn tíma og þörfin er greinilega fyrir hendi, fyrir almenning og fyrirtæki til að geyma ökutæki, vagna, vinnuvélar, gáma og aðra lausamuni. Því miður er alltof mikið um fögur fyrirheit en fátt um efndir.