Breyting á deiliskipulagi Móahverfis - gróðurskipulag

Málsnúmer 2024120356

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 436. fundur - 11.12.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Móahverfis sem felst í nákvæmari útfærslu á uppbyggingu trjágróðurs í landi bæjarins. Jafnframt er lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Borgarbrautar - Vestursíðu þar sem gert er ráð fyrir stækkun jarðvegsmanar og nánari útfærslu á gróðri.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillögur að breytingu á deiliskipulagi verði samþykktar og jafnframt auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3555. fundur - 17.12.2024

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. desember 2024:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Móahverfis sem felst í nákvæmari útfærslu á uppbyggingu trjágróðurs í landi bæjarins. Jafnframt er lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Borgarbrautar - Vestursíðu þar sem gert er ráð fyrir stækkun jarðvegsmanar og nánari útfærslu á gróðri.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillögur að breytingu á deiliskipulagi verði samþykktar og jafnframt auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Andri Teitsson kynnti.

Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi með 11 samhljóða atkvæðum og að þær verði auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.