Verkefni nefnda og ráða 2024 - skipulagsráð

Málsnúmer 2024030726

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3543. fundur - 19.03.2024

Umræða um helstu verkefni skipulagsráðs 2024.

Halla Björk Reynisdóttir formaður skipulagsráðs kynnti helstu verkefni skipulagsráðs 2024.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Andri Teitsson, Jón Hjaltason, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Halla Björk Reynisdóttir sem lauk umræðu um helstu verkefni skipulagsráðs.

Bæjarstjórn - 3546. fundur - 21.05.2024

Umræða um fræðslu- og lýðheilsumál.

Málshefjandi var Heimir Örn Árnason.

Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Örn Árnason, Jón Hjaltason, Halla Björk Reynisdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir.

Bæjarstjórn - 3555. fundur - 17.12.2024

Umræða um velferðarmál.

Málshefjandi Hulda Elma Eysteinsdóttir.


Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Jón Hjaltason, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hulda Elma Eysteinsdóttir.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Það er metnaðarfullt og viðamikið starf unnið á velferðarsviði Akureyrarbæjar. Sem dæmi þá hefur á síðustu árum orðið mikil breyting á starfi barnaverndar með tilkomu umdæmisráða barnaverndar þar sem Akureyrarbær spilar stórt hlutverk. Opnun á fjölskylduheimili á grundvelli samstarfssamnings Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins á árinu er mikilvægur þáttur í þessari þjónustu og í forgangi að sú samvinna verði tryggð til frambúðar. Einnig er mikilvægt að við sem kjörnir fulltrúar komum á framfæri mikilvægi þess að ný ríkisstjórn tryggi fjármagn í 3. þreps þjónustu barna og að börnin verði áfram sett á oddinn og vinnu haldið áfram við farsæld barna.