Rætt um komur skemmtiferðarskipa og áhrif þeirra á uppbyggingu innan sveitarfélagsins.
Málshefjandi er Halla Björk Reynisdóttir og leggur fram svofellda tillögu:
Bæjarstjórn telur að koma skemmtiferðaskipa sé mikilvægur hluti af ferðaþjónustu á svæðinu. Nauðsynlegt er að vel sé staðið að móttöku skipanna og er jákvætt að aukin samvinna er við hagaðila og að merkingar leiða og aðstaða fyrir fólk og bíla hefur verið bætt á hafnarsvæðinu.
Bæjarstjórn telur jafnframt mikilvægt að áfram verði unnið að úrbótum sem bætt geta sambúð við íbúa og vísar frekari umræðu og úrvinnslu til bæjarráðs.
Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson og Hilda Jana Gísladóttir.