Bæjarstjórn

3539. fundur 16. janúar 2024 kl. 16:00 - 16:52 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Heimir Örn Árnason
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Jón Hjaltason
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Andri Teitsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir L-lista sat fundinn í forföllum Huldu Elmu Eysteinsdóttur.
Inga Dís Sigurðardóttir M-lista sat fundinn í forföllum Hlyns Jóhannssonar.

1.Fasteignagjöld 2024 - reglur um afslátt

Málsnúmer 2023111108Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. janúar 2024:

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. nóvember 2023:

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2024 til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Við viljum benda á þá ósanngirni í tekjuafsláttarkerfi sveitarfélagsins að tekjulitlir einstaklingar sem eru elli- og örorkulífeyrisþegar mega hafa talsvert hærri árstekjur en einstaklingur með barn á leikskóla má hafa til að fá skilgreindan fullan afslátt af gjöldum. Við samþykkjum þessar reglur, en teljum sanngjarnt að hækkuð verði tekjuviðmið einstaklinga með börn á leikskóla a.m.k. til jafns við þessar reglur.

Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2024 með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Gatnagerðargjöld 2024

Málsnúmer 2024010363Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. janúar 2024:

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda verði samþykkt með fyrirvara um lagfæringar á 7. gr. til samræmis við umræður á fundi.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða tillögu að breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda og vísar henni til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Jón Hjaltason og Heimir Örn Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir með átta atkvæðum tillögu að breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda og felur bæjarlögmanni að birta breytingarnar í Stjórnartíðindum.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Jón Hjaltason óháður sitja hjá.

3.Akstursstyrkir vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna í Hrísey

Málsnúmer 2022110842Vakta málsnúmer

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. janúar 2024:

Liður 9 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 18. desember 2023:

Lögð fram drög að reglum um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga búsettra í Hrísey.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga búsettra í Hrísey og vísar þeim til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti reglur um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga búsettra í Hrísey og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum reglur um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga búsettra í Hrísey.

4.Landnotkun svæðis sunnan Naustagötu - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023121373Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Lögð fram tillaga að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi á svæði milli Naustagötu og Davíðshaga. Er breytingin gerð þar sem fyrirhugað er að færa lóð fyrir leikskóla til austurs, yfir á svæði þar sem nú eru mannvirki, Naust 2. Þá er einnig gert ráð fyrir að hluti opins svæðis til sérstakra nota, næst Naustagötu, breytist í uppbyggingarsvæði.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna með fyrirvara um lagfæringar í samræmi við umræður á fundinum. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Heimir Örn Árnason.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða skipulagslýsingu og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Hafnarstræti 80-82 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023110413Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Hafnarstrætis 80-82 og felur í sér að lóðirnar verði sameinaðar og gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja fjögurra hæða hótelbyggingu á lóð 80 sem tengist núverandi húsi á lóð 82. Drög að deiliskipulagi voru kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 6. til 21. desember 2023. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja viðbrögð Minjastofnunar í tölvupósti dagsettum 20. desember 2023.

Gerð hefur verið tillaga að breytingu á tillögunni til að koma til móts við athugasemdir Minjastofnunar og hefur hún jafnframt verið kynnt stofnuninni.

Meirihluti skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jón Þorvaldur Heiðarsson L-lista situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Hofsbót 1-3 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023030521Vakta málsnúmer

Liður 21 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Lögð fram tillaga að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðirnar Hofsbót 1 og 3.

Skipulagsráð samþykkir að vísa ákvörðun um útboð lóðanna til bæjarráðs og ákvörðun um hlutfall gatnagerðargjalds til bæjarstjórnar.

Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jón Hjaltason og Halla Björk Reynisdóttir.
Með vísan í heimild samkvæmt gr. 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda samþykkir bæjarstjórn með níu atkvæðum að hlutfall gatnagerðargjalds á lóðunum verði 15%.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jón Hjaltason óháður sitja hjá.

7.Reglur um akstursþjónustu Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023110731Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 10. janúar 2024:

Lagðar fram til samþykktar reglur um akstursþjónustu Akureyrarbæjar. Reglunum var vísað til umsagnar til samráðshóps um málefni fatlaðs fólks, ungmennaráðs og öldungaráðs. Samráðshópurinn gerir ekki athugasemdir við endurskoðaðar reglur um akstursþjónustu. Samráðshópurinn leggur áherslu á að akstursþjónustan geti veitt þá þjónustu sem henni er ætlað að veita og til að svo geti orðið verði fleiri bílum bætt við í þjónustuna. Einnig mikilvægt að skoða þá útfærslu að hægt sé að nota ferðakort allan sólarhringinn sem myndi þá minnka álag á ferlibílana. Í umsögn sinni leggur ungmennaráð Akureyrar til að þær fjölskyldur sem hafa hlotið bifreiðastyrk verði ekki algjörlega skertar af réttindum sínum heldur í stað þess að hafa 80 ferðir á mánuði að þeim verði fækkað í 10-20 sem hægt væri að nýta ef eitthvað kæmi upp á. Einnig vill ungmennaráð leggja til að barnabílstólar séu ekki á ábyrgð foreldra heldur verði til staðar í bílnum ef þess er þörf. Öldungaráð gerir ekki athugasemdir við reglurnar. Halldóra K. Hauksdóttir sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar reglunum áfram til bæjarstjórnar.

Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum endurskoðaðar reglur um akstursþjónustu.



Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 21. og 28. desember 2023, 4. og 11. janúar 2024
Bæjarráð 21. desember 2023 og 11. janúar 2024
Fræðslu- og lýðheilsuráð 18. desember 2023 og 8. janúar 2024
Skipulagsráð 10. janúar 2024
Umhverfis- og mannvirkjaráð 19. desember 2023
Velferðarráð 10. janúar 2024

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 16:52.