Málsnúmer 2023030521Vakta málsnúmer
Liður 21 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. janúar 2024:
Lögð fram tillaga að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðirnar Hofsbót 1 og 3.
Skipulagsráð samþykkir að vísa ákvörðun um útboð lóðanna til bæjarráðs og ákvörðun um hlutfall gatnagerðargjalds til bæjarstjórnar.
Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu þessa máls.
Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jón Hjaltason og Halla Björk Reynisdóttir.
Inga Dís Sigurðardóttir M-lista sat fundinn í forföllum Hlyns Jóhannssonar.