Álagning gjalda - fasteignagjöld 2024

Málsnúmer 2023111108

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3829. fundur - 30.11.2023

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2024 til afgreiðslu bæjarstjórnar. Tillagan gerir ráð fyrir óbreyttri fasteignaskattsprósentu, að fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,31% af fasteignamati húsa og lóða, fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% og fasteignaskattur af öðru húsnæði verði 1,63%.

Bæjarráð - 3829. fundur - 30.11.2023

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Bæjarstjórn - 3537. fundur - 05.12.2023

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. nóvember 2023:

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2024 til afgreiðslu bæjarstjórnar. Tillagan gerir ráð fyrir óbreyttri fasteignaskattsprósentu, að fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,31% af fasteignamati húsa og lóða, fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% og fasteignaskattur af öðru húsnæði verði 1,63%.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Andri Teitsson og Jón Hjaltason.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um álagningu fasteignagjalda 2024 með 9 atkvæðum.

Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sátu hjá.

Bæjarráð - 3833. fundur - 11.01.2024

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. nóvember 2023:

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2024 til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Við viljum benda á þá ósanngirni í tekjuafsláttarkerfi sveitarfélagsins að tekjulitlir einstaklingar sem eru elli- og örorkulífeyrisþegar mega hafa talsvert hærri árstekjur en einstaklingur með barn á leikskóla má hafa til að fá skilgreindan fullan afslátt af gjöldum. Við samþykkjum þessar reglur, en teljum sanngjarnt að hækkuð verði tekjuviðmið einstaklinga með börn á leikskóla a.m.k. til jafns við þessar reglur.

Bæjarstjórn - 3539. fundur - 16.01.2024

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. janúar 2024:

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 30. nóvember 2023:

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2024 til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Við viljum benda á þá ósanngirni í tekjuafsláttarkerfi sveitarfélagsins að tekjulitlir einstaklingar sem eru elli- og örorkulífeyrisþegar mega hafa talsvert hærri árstekjur en einstaklingur með barn á leikskóla má hafa til að fá skilgreindan fullan afslátt af gjöldum. Við samþykkjum þessar reglur, en teljum sanngjarnt að hækkuð verði tekjuviðmið einstaklinga með börn á leikskóla a.m.k. til jafns við þessar reglur.

Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2024 með 11 samhljóða atkvæðum.