Lagðar fram til samþykktar reglur um akstursþjónustu Akureyrarbæjar. Reglunum var vísað til umsagnar til samráðshóps um málefni fatlaðs fólks, ungmennaráðs og öldungaráðs. Samráðshópurinn gerir ekki athugasemdir við endurskoðaðar reglur um akstursþjónustu. Samráðshópurinn leggur áherslu á að akstursþjónustan geti veitt þá þjónustu sem henni er ætlað að veita og til að svo geti orðið verði fleiri bílum bætt við í þjónustuna. Einnig sé mikilvægt að skoða þá útfærslu að hægt sé að nota ferðakort allan sólarhringinn sem myndi þá minnka álag á ferlibílana.
Í umsögn sinni leggur ungmennaráð Akureyrar til að þær fjölskyldur sem hafa hlotið bifreiðastyrk verði ekki algjörlega skertar af réttindum sínum heldur í stað þess að hafa 80 ferðir á mánuði að þeim verði fækkað í 10-20 sem hægt væri að nýta ef eitthvað kæmi upp á. Einnig vill ungmennaráð leggja til að barnabílstólar séu ekki á ábyrgð foreldra heldur verði til staðar í bílnum ef þess er þörf. Öldungaráð gerir ekki athugasemdir við reglurnar.