Fjárlagafrumvarp 2023

Málsnúmer 2022091352

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3516. fundur - 04.10.2022

Umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023 og áhrif þess á Akureyri og nágrenni.

Málshefjandi var Halla Björk Reynisdóttir.

Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Gunnar Líndal Sigurðsson og Heimir Örn Árnason.
Bæjarstjórn telur mikilvægt að tryggja mannréttindi og þjónustu við fatlað fólk og skorar því á ríkisstjórnina að fullfjármagna þjónustuna, en ætla má að hallinn í málaflokknum nemi nú um 12-13 milljörðum króna á landsvísu og að hlutur Akureyrarbæjar verði á árinu sem er að líða rúmar 800 milljónir.



Bæjarstjórn lýsir jafnframt yfir miklum áhyggjum yfir því að til standi að skerða framlög til embættis Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og að uppsafnaður vandi Sjúkrahússins á Akureyri sé ekki leystur.



Þá hvetur bæjarstjórnin til þess að lögð verði fram fjármögnuð aðgerðaáætlun sem styðji við svæðisbundið hlutverk Akureyrarbæjar og að aukið fjármagn verði sett í sóknaráætlun landshlutans.