Glerárskóli - aðalskipulagsbreyting vegna leikskólalóðar

Málsnúmer 2019010097

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 307. fundur - 16.01.2019

Lagt fram erindi Teiknistofunnar Kollgátu ehf. dagsett 8. janúar 2019, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs, þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi á svæði vestan við núverandi lóð Glerárskóla að götunni Drangshlíð. Svæðið er í dag skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota en þar sem fyrirhugað er að byggja nýjan leikskóla á svæðinu er óskað eftir að landnotkun verði breytt í svæði fyrir samfélagsþjónustu, þ.e. að svæði Glerárskóla, merkt S27, verði stækkað. Fyrir liggur tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar.
Frestað til næsta fundar.

Skipulagsráð - 308. fundur - 30.01.2019

Lagt fram að nýju erindi Teiknistofunnar Kollgátu ehf. dagsett 8. janúar 2019 fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi á svæði vestan við núverandi lóð Glerárskóla að götunni Drangshlíð. Svæðið er í dag skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota en þar sem fyrirhugað er að byggja nýjan leikskóla á svæðinu er óskað eftir að landnotkun verði breytt í svæði fyrir samfélagsþjónustu, þ.e. að svæði Glerárskóla, merkt S27, verði stækkað. Fyrir liggur tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar.

Á fundinn komu Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Ingólfur Freyr Guðmundsson hjá Kollgátu og kynntu tillögu að hönnun fyrirhugaðs leikskóla.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi lýsing aðalskipulagsbreytingar verði samþykkt og feli skipulagssviði að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3448. fundur - 05.02.2019

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 30. janúar 2019:

Lagt fram að nýju erindi Teiknistofunnar Kollgátu ehf. dagsett 8. janúar 2019 fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi á svæði vestan við núverandi lóð Glerárskóla að götunni Drangshlíð. Svæðið er í dag skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota en þar sem fyrirhugað er að byggja nýjan leikskóla á svæðinu er óskað eftir að landnotkun verði breytt í svæði fyrir samfélagsþjónustu, þ.e. að svæði Glerárskóla, merkt S27, verði stækkað. Fyrir liggur tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar.

Á fundinn komu Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Ingólfur Freyr Guðmundsson hjá Kollgátu og kynntu tillögu að hönnun fyrirhugaðs leikskóla.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi lýsing aðalskipulagsbreytingar verði samþykkt og feli skipulagssviði að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 311. fundur - 13.03.2019

Lýsing aðalskipulagsbreytingar vegna stækkunar lóðar Glerárskóla var kynnt með auglýsingu sem birtist 13. febrúar síðastliðinn auk þess sem hún var sérstaklega kynnt Íþróttafélaginu Þór, íbúum í næsta nágrenni og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis. Þá var hún einnig send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Norðurorku og Minjastofnunar. Fyrir liggja umsagnir frá Skipulagsstofnun og Minjastofnun auk athugasemdabréfa frá íbúum í Drangshlíð og Hvammshlíð og Íþróttafélaginu Þór.

Sviðsstjóri skipulagssviðs lagði fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
Skipulagsráð telur að í ljósi fyrirliggjandi athugasemda þurfi að leggja fram drög að deiliskipulagi svæðisins áður en haldið er áfram með ferli aðalskipulagsbreytingar. Afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð - 314. fundur - 24.04.2019

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér stækkun á lóð Glerárskóla, merkt S27, til vesturs að Drangshlíð. Er fyrirhugað að byggja nýjan leikskóla á þessu svæði sem m.a. hefur aðkomu frá Drangshlíð. Eru jafnframt lögð fram drög að deiliskipulagi svæðisins þar sem m.a. hefur verið afmarkaður byggingarreitur nýs leikskóla, gert ráð fyrir nýjum bílastæðum meðfram Drangshlíð, sýnd afmörkun leikskólasvæðis og fleira.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að kynna aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga ásamt drögum að deiliskipulagi svæðisins.

Skipulagsráð - 317. fundur - 12.06.2019

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér stækkun skólalóðar Glerárskóla, merkt S27, vegna byggingar á nýjum leikskóla. Var tillagan kynnt ásamt drögum að deiliskipulagi svæðisins með auglýsingu sem birtist 22. maí 2019 og gefinn tveggja vikna frestur til að koma með ábendingar. Liggur fyrir athugasemd frá Íþróttafélaginu Þór dagsett 3. júní 2019 þar sem staðsetningu leikskóla er mótmælt.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga.

Bæjarstjórn - 3457. fundur - 18.06.2019

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. júní 2019:

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér stækkun skólalóðar Glerárskóla, merkt S27, vegna byggingar á nýjum leikskóla. Var tillagan kynnt ásamt drögum að deiliskipulagi svæðisins með auglýsingu sem birtist 22. maí 2019 og gefinn tveggja vikna frestur til að koma með ábendingar. Liggur fyrir athugasemd frá Íþróttafélaginu Þór dagsett 3. júní 2019 þar sem staðsetningu leikskóla er mótmælt.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsráð - 324. fundur - 09.10.2019

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felur í sér stækkun skólalóðar Glerárskóla, merkt S27, vegna byggingar á nýjum leikskóla var auglýst frá 14. ágúst með athugasemdafresti til 25. september 2019 samhliða deiliskipulagi svæðisins auk breytinga á deiliskipulagi Hlíðahverfis og Glerárgils. Ein athugasemd barst við breytinguna og er hún meðfylgjandi ásamt tillögu að svari Akureyrarbæjar við henni.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að svari við athugasemd verði samþykkt og að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að senda hana Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Bæjarstjórn - 3461. fundur - 15.10.2019

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. október 2019:

Breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felur í sér stækkun skólalóðar Glerárskóla, merkt S27, vegna byggingar á nýjum leikskóla var auglýst frá 14. ágúst með athugasemdafresti til 25. september 2019 samhliða deiliskipulagi svæðisins auk breytinga á deiliskipulagi Hlíðahverfis og Glerárgils. Ein athugasemd barst við breytinguna og er hún meðfylgjandi ásamt tillögu að svari Akureyrarbæjar við henni.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að svari við athugasemd verði samþykkt og að aðalskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að senda hana Skipulagsstofnun til staðfestingar.


Í upphafi þessa dagskrárliðs vakti Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið og lið 4 á dagskrá.

Með vísan til 7. mgr. 20.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Geir Kristinn Aðalsteinsson vék af fundi.


Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðu tók til máls Gunnar Gíslason.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 7 samhljóða atkvæðum.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Gunnar Gíslason D-lista, Eva Hrund Einarsdóttir D-lista og Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista óska bókað: Við getum ekki samþykkt þessa tillögu þar sem staðsetning leikskólabyggingarinnar er ekki í samræmi við hugmyndir okkar og þær hugmyndir sem komu fyrst fram. Þá er hönnunin ekki í samræmi við það sem farið var af stað með í upphafi þar sem lögð var áhersla á samlegð með Glerárskóla. Við leggjum samt áherslu á nauðsyn þess að ný leikskólabygging rísi sem fyrst og hörmum það hvað þessi bygging og það sem henni fylgir hefur dregist á langinn.