Lagt fram erindi Teiknistofunnar Kollgátu ehf. dagsett 8. janúar 2019, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs, þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi á svæði vestan við núverandi lóð Glerárskóla að götunni Drangshlíð. Svæðið er í dag skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota en þar sem fyrirhugað er að byggja nýjan leikskóla á svæðinu er óskað eftir að landnotkun verði breytt í svæði fyrir samfélagsþjónustu, þ.e. að svæði Glerárskóla, merkt S27, verði stækkað. Fyrir liggur tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar.