Bæjarráð

3447. fundur 05. febrúar 2015 kl. 09:00 - 12:38 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss ritaði fundargerð
Dagskrá

1.Tryggingar - útboð 2014

Málsnúmer 2015010232Vakta málsnúmer

Lögð fram niðurstaða útboðs tryggingamála fyrir Akureyrarbæ.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Karl Guðmundsson innkaupastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda VÍS.

2.Tónræktin - rekstur

Málsnúmer 2014030313Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Tónræktarinnar ehf fyrir haustönn 2014.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Vinabæir og erlend samskipti

Málsnúmer 2014090064Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að erindisbréfi vinnuhóps um erlend samskipti dagsett 27. janúar 2015.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að erindisbréfi vinnuhóps um erlend samskipti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

4.Íbúalýðræði og gagnsæ stjórnsýsla

Málsnúmer 2015020002Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að erindisbréfi vinnuhóps um stefnumótun í íbúalýðræði og gagnsærri stjórnsýslu fyrir Akureyrarbæ dagsett 28. janúar 2015.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að erindisbréfi vinnuhóps um stefnumótun í íbúalýðræði og gagnsærri stjórnsýslu fyrir Akureyrarbæ með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

5.Samþykktir fastanefnda - félagsmálaráð

Málsnúmer 2013060144Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð félagsmálaráðs dagsett 21. janúar 2015:
Lagt var fram endurskoðað erindisbréf félagsmálaráðs dagsett 19. janúar 2015.
Félagsmálaráð fór yfir samþykktir ráðsins og samþykkti að breyta nafni ráðsins í velferðarráð. Samþykktin er send til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir ráðið með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Frumvarp til laga um Menntamálastofnun (heildarlög), 456. mál

Málsnúmer 2015010254Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 28. janúar 2015 frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Menntamálastofnun (heildarlög), 456. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 16. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0700.html
Bæjarráð mælist til þess við skólanefnd að hún veiti umsögn um frumvarpið telji hún ástæðu til.

7.Frumvarp til laga um grunnskóla (kæruleiðir, einkareknir skólar o.fl.), 426. mál

Málsnúmer 2015010261Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 29. janúar 2015 frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um grunnskóla (kæruleiðir, einkareknir skólar o.fl.), 426. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 16. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0634.html
Bæjarráð mælist til þess við skólanefnd að hún veiti umsögn um frumvarpið telji hún ástæðu til.

8.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð

Málsnúmer 2014100184Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 29. janúar 2015.
Bæjarráð vísar 1., 2., 3. og 5. lið til framkvæmdadeildar og 4. lið til íþróttaráðs.

9.Hverfisnefnd Oddeyrar - fundargerðir 2015

Málsnúmer 2015010103Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 57. fundar hverfisnefndar Oddeyrar dagsett 27. janúar 2015.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/oddeyri/fundargerdir
Bæjarráð vísar 6. og 8. lið til skipulagsdeildar, 9. lið til framkvæmdadeildar, aðrir liðir fundargerðarinnar eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

10.Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis - fundargerðir 2015

Málsnúmer 2015020006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 52. fundar hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsett 19. janúar 2015.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 12:38.