Erindi dags. 3. apríl 2014 þar sem bæjarráð vísar erindi frá Birni Þórarinssyni, vegna reksturs Tónræktarinnar til skólanefndar. Í erindinu kemur fram að Björn mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa til að ræða málefni Tónræktarinnar sem verður 10 ára í ár. Björn er kominn á eftirlaun og ætlar að fara að hætta rekstrinum. Vill að bærinn skoði hvort hann vill koma að framhaldinu á rekstrinum eftir hans tíma. Segir þannig fyrirkomulag vera þekkt t.d. á Selfossi og í Reykjavík.
Hugmyndin er sú að bærinn myndi greiða laun eins starfsmanns og þá væri hægt að nota skólagjöldin í annan rekstur.
Hann fær kr. 750.000 frá bænum í reksturinn í dag.
Skólanefnd frestar afgreiðslu og felur fræðslustjóra að afla frekari upplýsinga um málið.