Vinabæir og erlend samskipti - samantekt september 2014

Málsnúmer 2014090064

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3427. fundur - 11.09.2014

Lögð fram samantekt verkefnastjóra samskipta dagsett ágúst/september 2014 um vinabæja- og erlend samskipti.
Sigríður Stefánsdóttir verkefnastjóri samskipta mætti á fund bæjaráðs undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 3360. fundur - 07.10.2014

Bæjarfulltrúi Gunnar Gíslason D-lista óskaði eftir að tekin yrði umræða um vinabæja- og önnur erlend samskipti.
Almennar umræður.

 

Bæjarráð - 3432. fundur - 16.10.2014

Skipun í vinnuhóp um erlend samskipti.

Bæjarráð skipar Loga Má Einarsson, Silju Dögg Baldursdóttur, Njál Trausta Friðbertsson og Margréti Kristínu Helgadóttur í vinnuhópinn.

Bæjarráð - 3447. fundur - 05.02.2015

Lögð fram tillaga að erindisbréfi vinnuhóps um erlend samskipti dagsett 27. janúar 2015.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að erindisbréfi vinnuhóps um erlend samskipti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Bæjarráð - 3459. fundur - 21.05.2015

Lögð fram tillaga vinnuhóps um erlend samskipti dagsett 4. maí 2015 um að Akureyrarbær sæki um aðild að Norðurslóðaneti Íslands.
Bæjarráð samþykkir tillögu vinnuhópsins um að Akureyrarbær sæki um aðild að Norðurslóðaneti Íslands.

Bæjarráð - 3494. fundur - 18.02.2016

Lögð fram niðurstaða vinnuhóps um erlend samskipti.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur að vinna áfram að málinu.

Bæjarráð - 3512. fundur - 30.06.2016

Lagt fram erindi móttekið 10. júní 2016 þar sem þremur fulltrúum Akureyrarbæjar er boðið á 100 ára afmælishátið Murmanskborgar sem haldin verður dagana 9.-11. september nk. í Murmansk.
Bæjarráð samþykkir að þiggja boðið.

Bæjarráð - 3514. fundur - 14.07.2016

Farið yfir niðurstöðu vinnuhóps um vinabæi og erlend samskipti.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar niðurstöðum vinnuhópsins til umræðu í bæjarstjórn og óskar eftir því við forseta bæjarstjórar að málið verði tekið til umræðu á fundi bæjarstjórnar 20. september nk.

Bæjarráð - 3514. fundur - 14.07.2016

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 7. júní 2016 frá borgarstjóra Denverborgar þar sem hann kynnir hátíð sem haldin verður í Denverborg dagana 27. og 28. ágúst nk.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarstjórn - 3397. fundur - 20.09.2016

Umræða um niðurstöðu vinnuhóps um vinabæi og erlend samskipti.

Bæjarráð - 3545. fundur - 23.02.2017

Lagt fram erindi móttekið 14. febrúar 2017 þar sem bæjarstjóra Akureyrarbæjar er boðið að mæta á stofnfund Arctic Mayors Roundtable sem halda á í Farirbanks í Alaska 11. maí nk.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri verði fulltrúi Akureyrarbæjar á fundinum.

Bæjarráð - 3594. fundur - 12.04.2018

Kynnt boð til bæjarstjóra um að flytja erindi á hringborðsumræðum China-Nordic Arctic Cooperation (CNARC) 2018: "Arctic fisheries? From the Ocean to the Market". Hringborðsumræðurnar fara fram í Tromsø í Noregi, 23.- 25. maí 2018, í tengslum við 6. málþing CNARC.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta á fundinn fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar.

Bæjarráð - 3599. fundur - 31.05.2018

Lagt fram til kynningar bréf frá borgaryfirvöldum í Murmansk - Common action plan for the cooperation development 2018-2020.

Bæjarráð - 3601. fundur - 28.06.2018

Erindi dagsett 22. febrúar 2018 frá borgarstjóranum í Randers þar sem boðað er til kontaktmannafundar norrænna vinabæja 15.-18. ágúst nk.
Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúarnir Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Halla Björk Reynisdóttir verði fulltrúar Akureyrarbæjar á fundinum.