Málsnúmer 2013030067Vakta málsnúmer
3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. ágúst 2013:
Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 12. júní 2013 með athugasemdarfresti til 24. júlí 2013 í Lögbirtingablaðinu, Dagskránni og Fréttablaðinu. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, í þjónustuanddyri og hjá Skipulagsstofnun. Samhliða deiliskipulagsbreytingunni var auglýst aðalskipulagsbreyting "Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, íbúðarsvæði vestan Kjarnagötu".
Tvær umsagnir bárust frá:
1) Norðurorku, dags. 5. mars 2013. Bent er á að hugsanlega gæti komið til aukakostnaðar vegna fjarlægða frá tengingum við stofnlagnir sem muni lenda á byggingaraðilum. Einnig er bent á að á fyrirhuguðu byggingarsvæði eru lagnir sem hugsanlega þurfi að færa og mun sá kostnaður falla á þann er óskar breytinga. Óskað er eftir að sett verði kvöð á svæði núverandi lagna við Kjarnagötu.
2) Minjastofnun Íslands, dags. 7. mars 2013 sem gerir engar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.
Athugasemdir bárust frá:
1) Íbúum við Ásatún 6-8, dags. 18. apríl 2013 ásamt nafnalista með 29 nöfnum.
2) Hamratúni 4-6 húsfélagi, dags. 24. júlí 2013.
3) Reykjaprenti ehf., dags. 24. júlí 2013.
4) Kanon arkitektum, dags. 8. júlí 2013.
Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "DSK breyting - athugasemdir og svör dags. 14.8.2013".
Svör við athugasemdum eru í skjali merktu "DSK breyting - athugasemdir og svör dags. 14.8.2013". Tekið er tillit til e. liðar athugasemdar nr. 4.
Meirihluti skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Andrea S. Hjálmsdóttir V-lista ítrekar fyrri bókanir og greiðir atkvæði á móti tillögunni.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 7. lið fundargerðar bæjarstjórnar 4. júní 2013.
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti í forföllum Sigurðar Guðmundssonar.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista mætti í forföllum Ólafs Jónssonar.